Scranton Pennsylvania Bandaríkin,


SCRANTON
PENNSYLVANIA

.

.

Utanríkisrnt.

Scranton er borg í löngum og mjóum dal í Pennsylvaníu.  Hún er miðstöð flutninga og iðnaðar (fatnaður, plastvörur, málmar, rafeindatæki og útgáfustarfsemi).  Þar eru Scranton-háskóli (1888) og Marywood-háskóli (1915).  Þróun byggðarinnar er einkum að þakka George W. Scranton, sem reisti brennsluofn fyrir járn, sem hann kynti með antrasíti, og var þar með upphafsmaður að þróun stáliðnaðarins, sem óx fram til ársins 1902, þegar stálverin voru færð nær Erie-vatni.  Þá varð borgin að miðstöð námuvinnslu þar til dró úr birgðum antrasíts síðla á fimmta áratugnum.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 82 þúsund.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM