Harrisburg Pennsylvania Bandaríkin,


HARRISBURG
PENNSYLVANIA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Harrisburg er höfuðborg Pennsylvaníu.  Stærsti vinnuveitandinn er hið opinbera, alríkisstjórnin og borgarstjórnin.  Iðnaður skiptir einnig verulegu máli fyrir efnahagslífið og helztu framleiðsluvörur eru rafeindatæki, flugvélamótorar, stál, skrifstofuvélar, byggingarefni, fatnaður og matvæli.  Flutningar og tryggingastarfsemi skipa líka áríðandi sess.  Bandaríkjaher rekur þarna birgðastöð og herskóla.  Indíánabærinn Gap herverndarsvæðið er þarna í grenndinni.  Áhugaverðir staðir eru m.a. þinghúsið (fullbyggt 1906) með hvelfingu í líkingu við Péturskirkjuna í Róm og William Penn-safnið og skjalasafn.  Borgin er líka setur Fylkisháskólans (1966; í úthverfinu Middletown).

Shawnee-, Conoy-, Tuscarora-, Delaware- og Susquehannock-indíánar bjuggu á þessu svæði.  Englendingurinn John Harris settist þarna að 1719 og reisti ferju- og verzlunarstað.  Bærinn var fyrst kallaður Harris’ Ferry en nafnið breyttist, þegar hann var skipulagður sem borg 1785.  Harrisburg varð höfuðborg fylkisins 1812 og vettvangur pólitískra ráðstefna, s.s. þegar Whig-flokkurinn tilnefndi William H. Harrison forsetaefni sitt árið 1839.  Harrisburg varð mikilvæg miðstöð iðnaðar og flutninga eftir opnun Pennsylvania-skipaskurðarins og lagningu járnbrautarinnar árið 1847.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 53 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM