Erie Pennsylvania Bandaríkin,


ERIE
PENNSYLVANIA
.

.

Utanríkisrnt.

Erie er miðstöð viðskipta og iðnaðar í Pennsylvaníufylki.  Höfn borgarinnar er mikilvæg fyrir flutning kola, járngrýtis, eldsneytis, timburs og afurða lanbúnaðar og iðnaðar (vélbúnaður, flutningatæki, pappír, prentað efni, málmar, plast- og gúmmívörur, raftæki, matvæli o.fl.).  Þarna eru Mercyhurst-háskóli (1926) og Fylkisháskólinn Behrend (1926).

Árið 1753 byggði franskur herleiðangur La Presque Isle-virkið á skaganum, sem myndar höfnina.  Sex árum síðar hurfu þeir á braut og Bretar náðu fótfestu og endurbyggðu virkið.  Pontiac, höfðingi Ottawa-indíánanna gerði bandalag við ættkvíslirnar við Vötnin miklu til að reka Breta brott og endurheimta sjálfstæði innfæddra árið 1763.  Indíánunum tókst að sigra Bretana og jafna virkið við jörðu.  Hvítir menn náðu varanlegri fótfestu í Erie 1795.  Vöxtur bæjarins hófst, þegar Erie-skipaskurðurinn var opnaður 1825 og við lagningu járnbrautarinnar á sjötta áratugnum.  Borgin ber nafn Erie-indíánanna.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 109 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM