Nafnið
er komið úr indíánamáli, ken-tah-the, sem þýðir Land
morgundagsins, og það er oft nefnt Blágrasfylkið (Bluegrass State).
Flatarmál þess er 104.578 km², sem gerir það að 37 stærsta
fylki BNA. Það varð 15.
fylki BNA árið 1792. Íbúafjöldinn
1997 var u.þ.b.3,7 milljónir (7% negrar). Höfuðborgin er Frankfort og
aðrar borgir m.a. Louisville, Lexington, Covington, Owensboro og Fort
Knox.
Landbúnaður:
Tóbak, maís, hveiti, hesta-, svína- og nautgriparækt.
Jarðefni: Kol, jarðgas,
jarðolía og fosfór.
Iðanður:
Timbur, tóbak, matvæli, vélar, alúmíníum og samgöngutæki.
Ferðaþjónustan er mikilvæg.
Landið skiptist aðallega
í þrjár landfræðilegar einingar, Flóaströndina í vestri, lága sléttu
í miðju fylkinu frá norðri til suðurs og Appalachia-sléttuna í
austri (Cumberland). Vestur-Kentucky
myndar hluta Flóasléttunnar. Þessi
hluti fylkisins er einnig nefndur Jackson-samningurinn, því Andrew
Jackson, þá hershöfðingi og síðar forseti BNA, var fulltrúi alríkisstjórnarinnar
í kaupsamningum við Chickasaw-indíánana um þetta landsvæði árið
1818. Einkennandi fyrir það
eru lágar hæðir og breiðir dalir.
Árframburðurinn og setlög gera það að einhverju bezta ræktarlandi
fylkisins. |