Mammoth Cave National Park. Fæðingarstaður
Abrahams Lincoln er 5 km sunnan Hodgenville.
Bjálkahúsið, sem forsetinn fæddist í, er í
Minningarbyggingunni (1911). Upplýsingamiðstöð.
Bardstown er lítill bær, sem er miðstöð viskígerðar og tóbaksræktar.
Þar er Barton viskísafnið og fylkisgarðurinn „My Old
Kentucy Home” er 1½ km austan hans.
Bowling Green er smáborg, setur háskóla Vestur-Kentucky (u.þ.b.
13.000 stúdentar). Beech
Bend Park, skemmtigarðurinn er 4 km norðvestan hennar.
*Cumberland Gap National Historic Park er ¾ km sunnan
Middlesboro. Leiðin um aðalskarðið
í Cumberlandfjöllum (507m) var mikilvæg leið þeirra, sem hugðust
setjast að í villta vestrinu á landnámstímanum í lok 18. aldar.
Upplýsingamiðstöð.
Fort
Knox er 48 km suðvestan Louisville.
Þar er herstöð og geymsla fyrir mestan hluta gullbirgða BNA.
Þar er líka vopna- og riddaralissafn.
Frankfort
(virki landnemans Franks) er aðalborgin og stjórnsýslumiðstöð við
Kentuckyána í miðju korn- og tóbaksræktarhéraði.
Í gamla þinghúsinu (1836) er Sögufélag Kentucky og safn þess
og í bænum er fjöldi fallegra húsa frá 18. öld.
Harrodsburg
er bær í landbúnaðarhéraði og jafnframt elzta byggðin í fylkinu.
Old Fort Harrod State Park er útisafn með fjölda endurbyggðra
húsa, sem sýna hvernig frumbýlingarnir bjuggu.
Lexington
er blómstrandi viðskipta- og menningarborg í hæðóttu
kalksteinslandslagi. Þar
er mikilvægasti markaður heims fyrir hrátóbak og miðstöð viðskipta
með nautgripi og hesta. Þar er hestasafn og fjöldi hestabúgarða í nágrenninu.
Kentucky-háskólinn (u.þ.b. 22 þúsund stúdentar).
Louisville
var stofnuð 1778 við Ohioána og nefnd eftir Lúðvík XVI,
Frakkakonungi. Þekktar tóbaksvörur
(Philip Morris, American Tobacco, Brown & Williamson), Louisvill-háskóli
(1798; u.þ.b. 19.000 stúdentar), árlegar veðreiðar (Kentucky
Derby). Frá enda apríl til maíbyrjunar er keppt í siglingum á hjólaskipum,
skemmtisiglingar á Ohioánni.
Pleasant
Hill er 11 km norðaustan Harrodsburg.
Þar er yfirgefið shakerþorp með 27 húsum frá 19. öld, sem
eru að hluta til notuð til gistingar. |