Lexington (Lexington-Fayette)
er borg í miðju blágresissvæðinu, þar sem mest er ræktað af
kappreiðahestum. Borgin er
mikilvæg miðstöð viðskipta, iðnaðar og menntunar og þar er stór
tóbaksmarkaður. Þarna
eru framleidd skrifstofuáhöld, raf- og rafeindatæki, pappírsvörur,
farartæki og matvæli. Ferðaþjónusta er mikilvæg og hestaræktin laðar til sín
mikinn fjölda gesta ár hvert. Þarna
eru líka áhugaverðir staðir eins og Ashland, heimili þingmannsins
Henry Clay, Hopemont (1814), heimili Suðurríkjahershöfðingjans Juhn
Hunt Morgan og dýrafræðingsins Thomas Hund Morgan, Waveland, þar sem
er nú safn með húsgögnum og heimili Mary Todd Lincoln, eiginkonu
Abrahams Lincoln, forseta BNA. Kentucky-háskóli
og Guðfræðiháskólinn (1865) eru líka í borginni.
Árið 1775 ákváðu
landnemar á þessu svæði að skíra það eftir átökum í
frelsisstríðinu í Massachusetts.
Byggðin var stofnuð 1779 og fyrsta þing Kentucky-fylkis kom þar
saman árið 1792. Snemma
á 19. öldinni var Lexington orðin miðstöð viðskipta og menningar
og eftir 1870 varð tóbakið mikilvæg verzlunarvara. Eftir síðari heimsstyrjöldina jókst iðnvæðingin stöðugt.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 204 þúsund. |