Nevada Bandaríkin,
Flag of United States

MIKLAGLJÚFUR

HOOVERVIRKJUNIN

CARSON CITY
LAS VEGAS
RENO
VIRGINIA CITY
LÆGÐIN MIKLA Meira

NEVADA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flatarmál 286.352 km² (þar af stöðuvötn og ár 1.728 km²).  Íbúafjöldi 1997 u.þ.b. 1.250.000 (4,2 íbúar á km²; 6 % negrar).  Sjöunda stærsta ríki BNA en hið 39. miðað við fólksfjölda.  Það er líka kallað „Sagebrush State” eða „Battle Born State”.  Nevada er meðal hálendustu ríkja BNA.  Boundary Peak, 4.005 m, er hæsti tindurinn.  Þar eru líka víðáttumikil eyðimerkursvæði  Höfuðborgin er Carson City.  Aðrar helztu borgir eru:  Las Vegas, Reno.  Nevada gekk í ríkjasambandið árið 1864 sem 36. fylkið.

Nafn fylkisins er úr spænsku og þýðir „snævi hulinn”.  Þar er átt við hina hærri fjallgarða, sem eru oft huldir snjó allt árið.  Vítt og breitt eru fallegir fjallgarðar, sem bjóða fagurt útsýni og liggja frá norðri til suðurs.  Þeir bera oft nöfn, sem gefa til kynna ríkjandi lit þeirra, s.s. Ópal-, Regnboga-, Rúbín- og Bláfjöll.  Milli fjallgarðanna eru stór gróðurlendi, saltsléttur og öldóttar eyðimerkur.  Hið hreina og þurra loft og sólskinið töfra fram skæra liti landslagsins.

Íbúarnir búa í úthverfum stærstu borganna, Las Vegas (í sa-hlutanum) og Reno (í vesturhlutanum).  Báðar þessar borgir laða til sín ferðamenn með spilavítum, ljósadýrð, skrauti. skemmtunum og frjálslegri hjúskaparlöggjöf.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM