Las Vegar Nevada Bandaríkin,
Flag of United States

MIKLAGLJÚFUR DAUÐADALUR HOOVERVIRKJUN Meira

LAS  VEGAS
NEVADA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Spænska heitið „Las Vegas” þýðir „Vökvaði garðurinn” eða „engið”.  Borgin liggur í 614m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 401.703 (+239.000 í útborgum, +458.000 í Clarksýslu).  Íbúum fjölgar um tæplega 7.000 á mánuði í LV og Clarksýslu.  Hún er stærst borga í Nevadaríki en þar er höfuðborgin Carson City.  Flatarmál LV er u.þ.b. 220 km².  Hún sjálfstæð eining í Clarksýslu (20.490 km²), sem er hér um bil jafnstór og Massachusettsfylki (21.377 km²).  Borgin er í eyðimörk í suðausturhorni ríkisins á milli Lake Mead (Hoover-stíflan) í austri og Spring Mountains (vinsæll vetraríþróttastaður) í vestri.
Fram að síðari heimsstyrjöldinni var Las Vegas talsvert mikilvæg samgöngu- og verzlunar-miðstöð á nautgriparæktar- og námuvinnslusvæði.  Síðan þróaðist hún í að verða mesta skemmtana-borg BNA.  Því olli frjálsleg löggjöf Nevadaríkis, sem leyfði fjárhættuspil, hraðvirka skilnaði hjóna og athugasemdalausar og skjótar hjónavígslur.

Vegna hins hlýja og mjög þurra loftslags (loftraki 29% að meðaltali; meðalúrkoma: 11mm á ári; minnst í apríl - júní; mest í júlí - ágúst og desember - febrúar) nýtur Las Vegas æ meiri vinsælda þeirra, sem dvelja þar sér til heilsubótar og æ fleiri ráðstefnur og fundir eru haldnir þar. Mesti hiti, sem mælzt hefur í LV var 47,2°C í júlí 1942.  Sumarið 1994 mældist hitinn 47°C.  Meðalárshitinn er 19°C.  Himinn er heiður 212 daga á ári og 83 daga er hálfskýjað en 71 dagur er skýjaður.

Árið 1996 heimsóttu tæplega 30,5 milljónir ferðamanna LV og heildarvelta spilavítanna var u.þ.b. 400 milljarðar ikr. (rúmlega 13.000.- kr. á ferðamann).

Engin borg í heiminum býður fleiri gistirými en LV og þeim fjölgar stöðugt sbr. nýja turninn í Ceasar´s Palace (rúmlega 2.400 herbergi af öllum stærðum og gerðum).


Sýningarmiðstöðin í LV er tæplega 150.000 m², þar af eru 121.600 m² sýningarsvæði og ráðstefnusalir.  Hún er ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum.  Cashman Field-miðstöðin býður upp á tæplega 10.000 m² í viðbót og þar er 10.000 sæta íþróttaleikvangur og 2.000 sæta áheyrendasal.  Helztu hótelin bjóða samtals 187.000 m² til ráðstefnuhalds.

Hlaðborðin í LV eru bæði ódýr og fjölbreytt.  Flest hótel borgarinnar bjóða hungruðum gestum sínum mikið fyrir lítið.  Fyrst var farið að bjóða þau í upprunalega „El Rancho Las Vegas hótelinu” við Strip árið 1940.  Verðlagið er svolítið mismunandi en að jafnaði greiðir fólk usd. 3-5 fyrir morgunverð, usd. 4-6 fyrir hádegisverð og usd. 6-12 fyrir kvöldverð.  Á mörgum hlaðborðum hótelanna má finna allt að 45 tegundir matar, þ.m.t. salat, ávexti, kjötmeti, kjúklinga, grænmeti, brauð, kaffi og alls konar eftirrétti.  Eitt stærsta hlaðborðið er að finna í Circus Circus Hotel Casino.  Þar eru þrjár borðlengjur, sem geta fætt 12-13.000 manns á dag (rúmlega 4 milljónir á ári).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM