Las Vegas meira Nevada Bandaríkin,


LAS VEGAS
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Árið 1855 stofnuðu mormónar undir forystu Brigham Young til byggðar í Las Vegasdalnum við hinn fjölfarna, spænska veg milli Santa Fé og Kaliforníu.  Þar byggðu þeir virki, en hurfu fljótlega af vettvangi (1857) vegna þess að þeim tókst ekki eins vel til með námugröft og þeir höfðu vonað.  Bandaríski herinn byggði Bakervirkið þar 1864  Eftir að járnbraut var lögð 1903 - 1905 myndaðist aftur byggðarkjarni, sem fékk kaupstaðaréttindi árið 1911.  Járnbrautin tengdi San Pedro, Los Angeles og Salt Lake.  Árið 1940 bjuggu þar u.þ.b. 8.000 manns.  Fjárhættuspil var leyft með lögum frá 1931  Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni var byggður fjöldi spilavíta og breytingar urðu miklar á skömmum tíma.  Árið 1950 var íbúafjöldinn orðinn 18.000, árið 1960 64.000 og 1970 125.000.

Eyðimörkin norðvestan Las Vegas, alla leið til smábæjarins Tonopah (280 km), var vettvangur tilrauna með kjarnorkusprengjur ofanjarðar, þar til þær voru bannaðar alþjóðlega.  Síðan fóru þær fram tilraunir neðanjarðar, þar til þær voru líka bannaðar.

Rúmlega 40 trúarbrögð eru stunduð í LV.  Þar eru u.þ.b. 500 kirkjur og bænahús gyðinga. Skólakerfi Clarksýslu er eitt hið stærsta í BNA.  Þar eru 235 opinberir skólar og nemendafjöldinn er rúmlega 179.000.

Aðalgatan í Las Vegas er Fremont Street, sem liggur frá brautarstöðinni (Union Station) í suðaustur.  Hún ásamt hliðargötum, einkum Casino Center Boulevard, er aðalmiðstöð spilavítanna.  Þar er hægt að stunda spilakassa, teningaspil, rúlettu, blackjack, keno, baccarat, pan, big six, póker o.fl.  Tæplega 800 metrum suðaustan brautarstöðvarinnar sker Fremont Street Las Vegas Boulevard sem liggur þvert í gegnum alla borgina.  Rúmlega 3 km suðvestan Fremont Street fær Las Vegas Boulevard nafnið „The Strip”.  Þar er hið raunverulega skemmtanahverfi borgarinnar með útisviðum, næturklúbbum, börum og spilavítum í lúxushótelunum við götuna.  Margir garðanna við hótelin eru sérstaklega íburðarmiklir og sérstakir.  Að kvöldlagi lýsa neonskiltin upp göturnar og næturhimininn.

Frá miðju „The Strip” liggur gatan Convention Center Drive til austurs framhjá hinum 27 hæða háa „Landmark Tower” (94m) að ráðstefnumiðstöðinni (fyrir 8000 manns; á einni hæð).  Norðan hennar er ráðstefnuhótelið „Las Vegas Hilton” með 105 m háum turni, risastórri sundlaug og stórum skemmtigarði.  Bæði til norðausturs og suðvesturs frá Hilton eru stór svæði með golfvöllum og alls konar klúbbum.  Hægt er að ferðast með einteinungsbraut frá „Circus Circus”

Rúmlega 3 km sunnan ráðstefnumiðstöðvarinnar, við Maryland Parkway, er háskólahverfi Nevadaháskóla í Las Vegas (stofnaður 1957; 9000 stúdentar).  Þar er líka Náttúrusögusafnið (eyðimerkurdýr, minjar um námugröft, indíánalist frá forsögulegum tíma til nútímans).

Í grennd við Las Vegas eru nokkrir skoðunarverðir staðir:
# Hooverstíflan, byggð 1931-1936.  Var kölluð „Boulder Dam”.  Hún er 221m há og 380m löng. Sjá þar.

# Lake Mead
er í Coloradoánni við stífluna.  Það er 185 km langt og allt að 180m djúpt. Þangað koma u.þ.b. 9 milljónir gesta á ári.  Sjá nánar undir Hoover-stíflan í sérskrá.

# Cedar Breaks
þjóðgarðurinn, stofnaður 1933, 26 km².  Falleg gljúfur.

#Dauðadalur (Death Valley).

# Miklagljúfur (Grand Canyon).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM