Ohio Bandaríkin,
Flag of United States

AKRON
BRUNSWICK
CINCINNATI
CLEVELAND
COLUMBUS
DAYTON
TOLEDO
Meira

OHIO (OH)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ohio er eitt miðnorðausturfylkjanna.  Norðan þess er Michigan og Ontaríó (Kanada), Pennsylvanía og Vestur-Virginía til austurs, Vestur-Virginía og Kentucky til suðurs og Indíana til vesturs.  Erie-vatn myndar mestan hluta norðurlandamæranna og Ohio-áin meiri hluta austurlandamæranna og öll mörkin til suðurs.  Flatarmálið er 106.720 km² (35 stærsta fylki BNA).  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b.1,1 milljón (10% negrar).

Ohio varð 17. fylki BNA 1. marz 1803.  Allt frá 19. öld hefur efnahagur þess byggzt á iðnaði og á síðasta áratugi 20. aldar byggðist framleiðslan aðallega á framleiðslu samgöngutækja, járni og stáli og gúmmívöru.  Framleiðsla landbúnaðarafurða er einnig stór atvinnuvegur. 
Nafn fylkisins er dregið af oháio úr írokes, sem þýðir stór. Bandaríkjaforsetarnir Ulysses S. Grant, Rutherford B. Hayes, James A. Garfield, Benjamin Harrison, William McKinley, William Howard Taft og Warren G. Harding voru allir fæddir í Ohio.   Fylkið er einnig þekkt undir gælunafninu Buckeye State (Stórkastaníufylkið).  Helztu borgirnar eru:  Columbus (höfuðborgin), Cleveland, Cincinnati, Toledo, Akron og Dayton.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM