Toledo er mikil flutningamiðstöð
í Ohio með miklum hafnarmannvirkjum. Hún er velstaðsett við siglingaleiðirnar um Vötnin miklu
og St Lawrence-skipaleiðina. Um
hana fer gríðarlegt magn af korni, bílahlutum, járngrýti og stáli.
Borgarbúar framleiða m.a. málmvörur, jeppa, tæki, vélbúnað,
bílahluta, efnavöru, vefnaðarvöru, plastvöru og gler síðan 1888.
Borgin er endastöð mikilla olíu- og gasleiðslna og þar eru
olíuhreinsunarstöðvar. Borgin er setur Toledo-háskóla (1872) og Læknaháskóla borgarinnar (1964). Listasöfn,
Heilbrigðismálasafnið og Náttúrugripasafið eru heimsókna virði.
Frakka komu sér upp
verzlunarstað í grennd núverandi borgarstæðis árið 1680 og byggðu
virki borgarmegin árið 1700. Varanlegt
landnám hófst eftir stríðið 1812.
Árið 1833 höfðu tvö þorp þróasts á þessum slóðum,
Port Lawrence og Vistula. Þau
voru síðan sameinuð og látin heita sama nafni og spænska borgin,
e.t.v. vegna vinsælda verka Washingon Irving, sem bjó á Spáni um
þær mundir. Lagning járnbrautanna
1836 og opnun tveggja skipaskurða á fimmta áratugnum hleyptu lífi í
borgina. Eftir opnun St
Lawrence-skipaleiðarinnar árið 1959 fékk Toledo hlutverk mikilvægrar
inn- og útflutningshafnar. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var 333 þúsund. |