Ohio meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

OHIO
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Columbus og aðrar helztu borgir eru Cleveland, Cincinnati og Toledo.

Fylkið er eitthvert mikilvægasta iðnaðarsvæði BNA:  Járn og stál, vélasmíði, gúmmívörur (hjólbarðar), gler, tækjasmíði, vefnaður og matvæli.

Landbúnaður:  Maís, sojabaunir, hafrar, hveiti, sykurrófur, kartöflur, ávextir, tóbak, svína- og nautgriparækt, mjólkurvörur og alifuglar.

Jarðefni
:  Kol, salt, kalk, olía, gas leir og kísill.

Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein.

Akron er stór iðnaðar- og háskólaborg (u.þ.b. 23.000 stúdentar) sunnan Cleveland (Goodyear- og Firestone hjólbarðaverksm.).  Tónlistahöllin Blossom Music Center.  Dómkirkja morgundagsins, sjónvarpskirkja predikarans Rex Humbard, er í Northampton, útborg Akron.  Skíðasvæði í norðurhluta Akron.

Athens er háskólabær (u.þ.b. 14.000 stúdentar).

Aurora er lítill bær suðaustan Cleveland.  Þar er sædýrasafnið Sea World u.þ.b. 3 km norðaustar.

Bellefontaine er bær, sem lét steinsteypa fyrstu götunar í BNA 1891.  Piatt Castles eru tvær hallir frá 1864 og 1879 13 km suðaustan bæjarins.

Canton
er meðalstóf iðnaðarborg (stál) í landbúnaðarhéraði.  Þar bjó fyrrum forseti BNA, McKinley (fylkisminnismerki) og þar er hann grafinn.  Frægðarhöll ruðningsbolta frá 1963 og íþróttasafn.

Chillicothe er bær, sem var höfuðstaður Ohio 1803.  Ross County Historical Society-safnið (m.a. saga indíána).  *Mound City Group-þjóðarminnismerkið nær yfir 23 snemmsögulega grafreiti hopewell-indíána.  Seip Mound State Memorial er stórt snemmsögulegt grafasvæði indíána 27 km suðvestan bæjarins.

Dayton er stór iðnaðarborg (m.a. National búðakassar) við ármót Mad- og Great Miamiánna.  Fjöldi háskóla og annarra menntastofnana, lista- og vísindasöfn og minnismerki um flugbræðurna Wright, sem hvíla í Woodlandkirkjugarðinum.  Wright-Patterson-herflugvöllurinn (safn) er 18 km austan borgarinnar.

Delaware
er háskólabær.  Oletangy-indíánahellarnir er 11 km sunnan hans.  Þar leituðu indíánar skjóls og földu sig, þegar þörf var á.

Fort Ancient State Memorial er 37 km norðaustan Cincinnati.  Fort Hill Stabe Memorial er 29 km suðaustan Hillsboro.  Gömul indíánavirki.

Hamilton er lítil iðnaðarborg (st. 1791) við Great Miamiána með fallegum gömlum húsum.  Minnismerki um fallna hermenn, sjómenn og landnema.

Kent er háskólabær.

Lancaster er fæðingarbær borgarastríðshershöfðingjans W.T. Sherman (1820-91).  Hersafn.  Tarlton Cross Mound State memorial er svæði með snemmsögulegurm krosslaga grafreitum indíána  24 km suðveatan bæjarins.

Mansfield er lítil borg milli Cleveland og Columbus.  Þar fæddist rithöfundurinn Louis Bromfield (1896-1956; bóndabær og íbúðarhús).  Sunnar eru skíðasvæði (Ohio Ski Carnival).

Newark er stór iðnaðarbær við Lickingána.  Newark Earthworks State Memorial eru helgir staðir og grafreitir hopewell-indíána (safn).

Newbury er þorp með kúpulbyggingunni, „Geodesic Dome”, eftir Buckminster Fuller.

New Philadelphia er bær, sem Þjóðverjar og Svisslendingar stofnuðu 1804.  Svissnesk hátíð í Sykurgili í lok september ár hvert.  Zoar Village State Memorial er fyrrum byggð, sem þýzkur sértrúarhópur stofnaði 1817 og Lorensvirkið (1778; eina virkið frá sjálfstæðisbaráttunni í fylkinu) eru 14 og 22 km frá bænum í norðurátt.

Oberlin er skólabær, þar sem Oberlin-háskólinn var stofnaður 1833.

Oxford er háskólabær (u.þ.b. 17.500 stúdentar).  Tvö söfn.

*Serpent Mound State Memorial er 29 km suðaustan Hillsboro.  Þar er trúartákn indíána frá snemmsögulegum tímum, 1300-900 f.Kr., í formi 407 m langrar slöngu úr leir og grjóti.

Upper Sandusky er þorp, sem var höfuðstaður wyandot-indíana í kringum 1780 (safn).

Worthington er bær með járnbrautasafni í 3 km fjarlægð frá bæjarmiðjunni.

Youngstown er lítil iðnaðarborg (stál, kol, gúmmí) í grennd við landamærin að Pennsylvaníu.  Fylkisháskóli (u.þ.b. 15.000 stúdentar).  Listasafn (Butler Institute of American Art).  Fyrsta öldungakirkjan stofnuð 1799.  Afþreyingarsvæðið Mill Creek Park (Myllugilsgarður) er suðvestan borgarinnar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM