Ohio sagan Bandaríkin,


SAGAN
OHIO

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Franski landkönnuðurinn Robert Cavelier, sieur de La Salle, var líklega fyrstur á ferð á þessu svæði.  Hann sagðist hafa fundið Ohio-ána árið 1669 og þegar hann lýsti allan Mississippi-dalinn franskt yfirráðasvæði var þegar búið að lýsa yfirráðum Frakka á svæðinu milli Mikluvatna (Erie-vatns) og Ohio-árinnar.  Yfirvöld í nálægum, brezkum nýlendum viðurkenndu ekki þessar landakröfur Frakka og Virginía taldi allt svæðið norðan Ohio-árinnar sitt svæði.  Árið 1730 settust kaupmenn og skinnaveiðimenn frá Virginíu og Pennsylvaníu að á þessu svæði og brezka krúnan Ohio-félaginu, sem bændur í Virginíu og brezkir kaupmenn stofnuðu, leyfisbréf fyrir því árið 1749.  Samkvæmt því máttu þeir setjast að og stunda kaupmennsku í Ohio-dalnum.  Frakkar tóku þessu óstinnt upp og árið 1754 kom til uxu erjur milli þeirra og indíánabandamanna þeirra annars vegar og Breta hinsvegar, sem leiddu til blóðugs stríðs á árunum 1754-63.  Í Parísarsamningunum fengu hinir sigursælu Bretar yfirráð svæðisins.  Indíánarnir féllust ekki á þessa niðurstöðu og gerðu uppreisn undir forystu höfðingja ottawa-indíána (Pontiac-uppreisnin).  Friðarsamningar voru gerðir árið 1765.

Árið 1774 gerðu Bretar héraðið að hluta Kanada í óþökk amerísku nýlendnanna, sem gerðu kröfur til þess.  Þessi ráðstöfun var ein orsakanna fyrir sjálfstæðisstríðinu.  Árið 1783 lét brezka krúnan af kröfum sínum til hins svokallaða Norðvesturhéraðs og Bandaríkin fengu yfirráðin.  Árið 1785 samþykkti Bandaríkjaþing landalög, sem kváðu á um skipulag landsölu á svæðinu og tveimur arum síðar voru Norðvesturlögin um stjórn svæðisins samþykkt.  Uppgjafahermenn stofnuðu Ohio-félagið, sem sá um landsölu.

Fyrsta varanlega byggðin var reist í Marietta árið 1788 og Cincinnati var stofnuð sama ár.  Cleveland var stofnuð 1798.  Indíánarnir gerðu margar uppreisnir gegn þessum aukna ágangi og árið 1795 tókst að brjóta þá á bak aftur og fá þá til að láta af hendi svæði, sem er mestur hluti núverandi Ohio.  Árið 1799 setti sambandsstjórnin landstjóra yfir héraðið.  Ohio var skilið frá Norðvesturhéraðinu árið 1800 og þremur arum síðar varð það fyrsta fylki þessa landshluta.  Fyrsta höfuðborgin var Chillicothe og eftir nokkra flutninga hennar var henni valinn endanlegur staðir í Columbus (1816).

Hagur íbúanna batnaði og fjöldi þeirra jókst eftir fylkisstofnunina.  Íbúafjöldinn var 45.400 um aldamótin 1800 en árið 1810 var hann orðinn 230.700.  Við tilkomu gufuskipa varð Cincinnati mikilvæg hafnarborg og eftir gerð Erie-skurðarins milli Erie-vatns og Hudson-árinnar (1825) og Ohio-Erie-skurðarins frá Portsmouth til Cleveland (1835) opnaðist siglingaleið til Atlantshafs, sem leiddi til aukinnar hagsældar.  Um sama leyti leiddi Joseph Smith trúbræður og systur sínar til Kirtland og Ohio varð miðstöð mormóna til ársins 1838.

Allt frá upphafi voru fylkisbúar andsnúnir þrælahaldi og borgir Ohio urðu aðalmiðstöðvar á flóttaleiðum þræla (Underground Railroad).  Í borgara/þrælastríðinu (1861-65) lagði fylkið sambandshernum til mikið fé og mannafla.  Engar stórorrustur voru háðar í fylkinu en árásir hersveita Suðurríkjahershöfðingjans John H. Morgan ollu miklu tjóni í suðurhlutanum.

Eftirstríðsárin.  Iðnaður óx og varð mikilvægari undirstaða en landbúnaðurinn.  Iðnvæðingarsinnar og iðnjöfrar náðu undirtökunum í stjórnmálum (Marcus Hanna).  Allt fram undir aldamótin 1900 óx spilling, sem fylkisbúar fengu loks nóg af og kröfðust umbóta.  Eftir fyrri heimsstyrjöldina efldist iðnaðurinn enn meir og nokkrar borganna þöndust út.  Heimskreppan olli lokun fjölda verksmiðja og miklu atvinnuleysi.  Í síðari heimsstyrjöldinni fór efnahagurinn að rétta úr kútnum vegna framleiðslu hergagna og birgða fyrir herinn.  Um miðja öldina varð fylkið að miðstöð geim- og kjarnorkurannsókna.  Á sjöunda áratugnum efldist iðnaðurinn enn við opnun St Lawrence leiðarinnar milli Atlantshafs og Mikluvatna fyrir hafskip.

Þessari samgöngubylting, sem hleypti gífurlegum vexti í iðnað og alþjóðleg viðskipti, olli aukinni mengun og þörf fyrir umbætur í félags- og menntamálum.  Snemma á tíunda áratugnum fór að gæta kreppu, sem ógnaði iðnaðinum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM