Ohio íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
OHIO

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 10.847.115 og hafði fjölgað um 0,5% næstliðinn áratug.  Hvítir 87,8%, negrar 10,6% auk 20.848 asísk/indverskra, 19.859 indíána, 18447 kínverja, 11.237 Kóreumanna, 10485 Japana og 10.268 Filipseyinga.  Íbúar af spænskum rótum voru 139.700.

Menntun og menning.  Trúboðar Bræðralagskirkjunnar (þýzkir hússítar) stofnuðu fyrsta skólann í grennd við núverandi Fíladelfíu árið 1773.  Ríkisskólakerfinu var ýtt úr vör 1825 með lögum um skattlagningu til að fjármagna það.  Fyrstu ríkisskólarnir tóku til starfa í kringum 1850.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 3.715 með 1.464.200 nemendur auk 221.900 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 1652 með 550.700 stúdenta.  Þeirra á meðal eru Akronháskóli (1870), Antioch-háskóli (1852) í Yellow Springs, Bowling Green ríkisháskólinn (1910), Case-háskólinn á vesturverndarsvæðinu (1880) í Cleveland, Cincinnati-háskóli (1870), Dayton-háskóli (1850) og Ohio ríkisháskólinn (1870) í Columbus.
Menningarstofnanir fylkisins eru aðallega í stóru borgunum.  Þeirra á meðal eru Akron listastofnunin, Cincinnati listasafnið, Náttúrugripasafn Cincinnati, Cleveland listasafnið, Nútímalistasafnið í Cleveland, Náttúrugripasafn Cleveland, Bíla- og flugvélasafn sögufélags vesturverndarsvæðisins og Frederick C. Crawford í Cleveland, Columbus listasafnið, Wexner listamiðstöðin og Sögumiðstöð Ohio í Columbus, Dayton listastofnunin, Listasafn Toledo, Ameríska Butler listastofnunin í Youngstown og Flugherssafn BNA í nágrenni Dayton.  Auk framangreindra safna má nefna Frægðarhöll rokksins í Cleveland, Cy Young-safnið í Newcomerstown (hornaboltaminjar) og Frægðarhöll ruðningsboltans í Canton.

Áhugaverðir staðir.  Ohio-hellarnir ófjarri West Liberty eru vinsæll ferðamannastaður.  Grafhaugar indíána, virki landnema og legstaðir nokkurra forseta BNA eru meðal sögustaða fylkisins.  Í grennd við Chillicothe er Mound City Group þjóðarminnismerkið með 23 grafhaugum hopewell-fólksins, sem var uppi á öldunum 200 f.Kr.- 500 e.Kr.  Schönbrunn Village þjóðarminnismerkið í grennd við Nýju-Fíladelfíu (sýnishorn af fyrstu landnemabyggð í Ohio, þar sem trúboðar Bræðralagskirkjunnar stofnuðu til árið 1772).  Fæðingarstaður og æskuheimili Taft forseta í Cincennati er varðveitt sem þjóðarminnismerki eins og legstaður Hayes forseta í Fremont, gröf Garfields forseta í Cleveland, McKinley forseta í Canton og Harding forseta í Marion.  Minnismerkið um sigur Perrys og alþjóðlegan frið við Put-in-vík á Suður-Basseyju í Erie-vatni (til að minnast sigurs í mikilvægri orrustu 1812).

Íþróttir og afþreying.  Dýraveiðar, stangveiðar, sund og siglingar eru vinsæl afþreying í Ohio.  Skíðasvæðin eru í Boston Mills, Brandywine, Bellefontaine, Mansfield og víðar.  Cuyahoga Valley útivistarsvæðið nær yfir hluta Cuyahoga-dalsins milli Cleveland og Akron.  Heimsþekktir golfvellir eru á Columbus- og Akronsvæðunum.  Ríkisháskóli Ohio er kunnur fyrir góð íþróttalið.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM