Ohio er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar
frá 1851. Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er
kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og má þjóna í
tvö samfelld kjörtímabil, ef hann nær endurkjöri. Aðrir
kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri,
innanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, ríkisendurskoðandi og
fjármálaráðherra.
Þingið starfar í öldungadeild (33; 4 ár) og fulltrúadeild
(99; 2 ár). Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og 19 sæti í
fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 21
kjörmanni í forsetakosningum
Demókratar njóta talsvert meira fylgis en
lýðveldisflokkurinn meðal skráðra kjósenda en oftast eru
kosninganiðurstöður alljafnar. Lýðveldisflokkurinn hefur
haft forskot í forsetakosningum síðan um aldamótin 1900.
Meðal þekktra stjórnmálamanna fylkisins eru Robert A. Taft,
öldungadeildarþingmaður í Washington frá 1939 til dánardags
1953 og John H. Glenn, Jr., fyrrverandi geimfari, sem varð
öldungardeildarþingmaður í sambandsþinginu 1974 og hlaut
endurkosningu árin 1980, 1986 og 1992. |