Cincinnati Ohio Bandaríkin,


CINCINNATI
OHIO

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cincinnati er þriðja stærsta borgin í Ohio, miðstöð viðskipta, iðnaðar og menningar, sem nær einnig til nokkurra sýslna umhverfis, bæði í Ohio og Kentucky.  Um borgina fara miklir flutningar kola, timburs, járns og salts og framleiðslan byggist á flugvélamótorum, bílahlutum, matvælum, málmvinnslu og járnvörum, vélum til iðnaðar, sápu, efnavöru og útgáfustarfsemi.  Borgin er setur margra alríkisstofnana.

Meðal margra æðri menntastofnana eru Borgarháskólinn (1819), Xavier-háskólinn (1831), Athenaeum (1829) og Hebreski háskólinn (1875), sem er elzt guðfræðiskóli gyðinga í BNA.  Meðal merkra safna eru Nútímalistasafnið, Taft-safnið og Listasafn borgarinnar.  Riverfront-íþróttaleikvangurinn (Reds = hafnarbolti; Bengals American = ruðningur).

Fyrsta fasta byggðin myndaðist ekki fyrr en 1788 og hún var kölluð Losantiville, sem kemur úr frönsku og latínu með tilvísun til legunnar andspænis mynni Licking-árinnar.  Næsta ár byggðu bandarískar herdeildir Washington-virkið.  Árið 1790 fékk þorpið núverandi nafn til heiðurs samtaka foringja í hernum, sem börðust í frelsisstríðinu (1775-83; Society of Cincinnati), og var höfuðstaður Hamilton-sýslu.  Virkishernum tókst loks að vinna fullnaðarsigur á indíánum og leiða þá til Greene Ville-samninganna 1795.  Snemma á 19. öld jukust flutningar stöðugt, einkum eftir að gufubátar fóru að sigla um Ohio-ána árið 1811.  Fyrsta járnbrautin náði til borgarinnar árið 1843 og árið 1850, þegar Íbúafjöldinn var orðinn 115 þúsund, var borgin kölluð Drotting Vestursins.

Á sjötta áratugi 19. aldar var borgin áfangastaður hinnar svonefndu „neðanjarðarlestar”, samtaka, sem aðstoðuðu þræla til frá Suðurríkjunum til frelsis, og í þrælastríðinu var meirihluti íbúa borgarinnar hliðhollur Norðurríkjunum, þótt hún væri á Mason-Dixon-mörkunum og yrði oft vettvangur blóðugra átaka.  Árið 1884 kom upp mikil almenn óánægja vegna spillingar í stjórnkerfinu.  Hún leiddi til óeirða, sem ollu dauða 45 manns og miklu eignatjóni.  Siðbótarsamtök leiddu til nýs stjórnskipulags í borginni, sem fékk nokkurs konar framkvæmdastjóra.  Á árunum 1910-60 óx Íbúafjöldinn úr 363.591 í 502.550 en eftir 1970 fækkaði íbúunum verulega.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 364 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM