Nýja_Hampshire er eitt hinna svonefndu
Nýja-Englandsfylkja með Quebec-hérað (Kanada) í norðri,
Maine og Atlatnshafið í austri, Massachusetts í suðri og
Vermont í vestri. Connecticutáin myndar næstum alla
landamæralínuna í vestri og Hallsáin hluta af
norðvesturmörkunum.
Flatarmál þess er 24.087 km² (44. í röðinni hvað stærð
snertir).
Íbúafjöldi tæplega 1 milljón 1997 (0,4% negrar).
Nýja-Hampshire varð níunda fylki BNA 21. júní 1788 (meðal 13
stofnfylkja). Aðalstoðir efnahagsins eru iðnaður og þjónusta, þ.m.t.
ferðaþjónusa. Nafn fylkisins er frá Englandi (Hampskíri). Franklin
Pierce, fyrrum forseti BNA, fæddist í fylkinu. Það er einnig þekkt
undir nafninu Granítfylkið. Aðalborgirnar eru Concord (höfuðborgin),
Manchester, Nashua, Rochester, og Porthsmouth. |