Manchester New Hampshire Bandaríkin,


MANCHESTER
NEW HAMPSHIRE

.

.

Utanríkisrnt.

Manchester er stærsta borg Nýju-Hampshire og miðstöð fjármála, vöruflutninga og iðnaðar (rafeinda- og raftæki, vélbúnaður, timbur, plastvörur, matvæli, drykkjarvörur, húsgögn, vefnaður, fatnaður og skór).  Ferðamenn flykkjast til borgarinnar vegna nærliggjandi skíða- og sumardvalarsvæða.  Borgin er setur Háskóla hl. Anselm (1889), Fylkisháskólans (1932), Notre Dame-háskólans (1950) og Nýja fylkisháskólans (1985).  Skoðunarvert:  Currier-listasafnið og Lista- og vísindasafn borgarinnar.  Byggð hóf að myndast 1722 og byggðin fékk nafnið Derryfield árið 1751.  Efnahagurinn byggðist á timbri og fiskveiðum.  Árið 1810 voru byggðar baðmullarmyllur við fossana í ánni og nafninu breytt í Manchester eftir samnefndri borg í Englandi.  Vefnaður varð aðaltekjulind borgarinnar þar til stærsta fyrirtækið á því sviði varð gjaldþrota árið 1935.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 100 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM