Boston er í u.þ.b.
100 m hæð yfir sjó. Hún
er höfuðborg fylkisins Massachusetts mðe rúmlega 600.000 íbúa (u.þ.b.
17% negrar í Stór-Boston; heildaríbúafjöldi u.þ.b. 2 millj.).
Íbúar borgarinnar eru aðallega af írsku, ítölsku og pólsku
bergi brotnir auk gyðinga. Boston
er stærsta borg fylkja Nýja-Egnlands og ein elzta og áhugaverðasta
borg BNA. Hún stendur við
mynni Karlsár (Charles River), innst í firðinum Massachusetts’ Bay,
u.þ.b. 300 km norðaustan Nýju Jórvíkur (New York).
Byggðin byrjaði að þróast á þremur hæðum í landslaginu,
Beacon Hill, Copp’s Hill og Fort Hill, sem lítið ber á nú á dögum,
og nær yfir nesið milli Karlsár og Hafnarnessins. Austur-Boston með Logan-flugvelli, Suður-Boston,
Charlestown og úthverfin Brighton, Roxbury, Vestur-Roxbury og
Dorchester eru innan núverandi borgarmarka.
Þessi hverfi eru tengd með fjölda brúa yfir Karlsá.
Byggingarstíllinn
í gömla borgarhlutanum með þröngum og hlykkjóttum götum minnir á
evrópska borg. Yngri
hlutar borgarinnar, s.s. á uppfyllingum við Karlsá (Back
Bay), eru miklu rýmri og skipulegri. Þar
eru líka skýjakljúfar Hancock- og Prudential miðstöðvanna.
Washington Street og Tremont Street eru aðalverzlunargöturnar. Vinsælustu íbúðargöturnar eru Commonwealth Avenue og
Beacon Street. Nýleg stjórnsýslumiðstöð,
sem er áhugaverð vegna byggingarstílsins, stendur í fyrrum fátækrahverfi
í miðborginni.
Í
tengslum við tveggja alda afmæli BNA árið 1976 var fjölda hrörlegra
bygginga rutt úr vegi annars staðar í borginni eða þær endurnýjaðar.
Fjölbreyttur iðnaður nær m.a. yfir skipasmíðar, framleiðslu
fata, skófatnaðar, véla, verkfæra, elektrónískra tækja, efnavöru
og úrsmíðar. Prentun og
matvælaframleiðsla er líka mikilvæg (fiskverkun o.fl.) og margt er um
banka og tryggingarfélög. Fjöldi
háskóla er í borginni, s.s. háskólar kenndir við Boston, Suffolk,
North Eastern og Massachusetts. Cambridge
er nærri Boston og þar eru Harvard og M.I.T. háskólarnir.
Menningunni er sinnt ríkulega í Boston, enda er borgin oft
nefnd Aþena Ameríku. Þar
er fjöldi safna og tónleikahalla (Synfóníuhljómsveit Boston).
Boston er áfangastaður
Icelandair.
MASSACHUSETTS
|