*Boston
Common
er 19 ha lystigarður í grennd við gamla viðskiptahverfið. Hann var opnaður 1634, hinn fyrsti slíki í BNA.
Upphaflegar reglur um notkun garðsins, sem eru enn þá í
gildi, kveða skýrt á um afnot til heræfinga, kúabeitar, fundarhalda
og talfrelsi. Samt sem áður
voru nornir, sjóræningjar og kvekarar hengdir við gamla selið og tjörnina
Frog Pond norðarlega í garðinum á 17. öld.
Minnismerki minna á orrustur í frelsisstríðinu, s.s. lágmynd
af Shaw ofursta og herliði hans við Beacon Street (Augustus St.
Gaudens). Í kirkjugarðinum
Central Burying Ground (1756) í sunnanverðum garðinum við Boylsont
Street eru m.a. grafir málarans Gilbert Charles Stuart (1755-1828) og
William Billings (1744-1800), sem var meðal fyrstu tónskálda BNA.
Vestan Boston Common er Almenningsgarðurinn, sem var opnaður
1859. Þar er allstórt
vatn, sem siglt er um á sumrin og skautað á á veturna.
Þar er líka fjöldi minnismerkja, m.a. riddarastytta George
Washington eftir Thomas Ball (1869).
Frelsiströð:
Svokölluð
Frelsiströð (Freedom Trail), sem hefst við upplýsingamiðstöðina
í Boston Common, er merkt með rauðum línum og fótaförum á gatnamótum
og liggur á milli sögulegra bygginga og staða.
Margir þessara staða eru nú innan hins nýlega sögugarðs
(Boston National Historical Park).
Gangan
hefst við upplýsingamiðstöðina að Beacon Street.
Uppi á Beacon-hæð er *Fylkisþinghúsið, sem Charles
Bulfinch teiknaði. Það
var byggt á árunum 1853-56 og stækkað verulega 1889-98.
Gylltur kúpull þess er 46 m hár og á pallinum fyrir framan
hann eru styttur af Daniel Webster (1782-1852) og Horace Mann
(1796-1859), þingmönnum fylkja Nýja-Englands.
Minningarsalurinn er á 2. hæð.
Hann er skreyttur fánum þrælastríðinu, spænsk-ameríska stríðinu
og fyrri heimsstyrjöldinni auk sögulegra málverka.
Á þriðju hæð er þingsalur öldungadeildar, móttökusalur
hennar og í vesturhlutanum hinn sporbaugslagaði salur fulltrúadeildar.
Þar hangir þorskur úr tré niður úr loftinu milli tveggja súlna
á móti sæti forseta deildarinnar, því að þorskurinn var ein aðaltekjulind
ríkisins fyrrum. Ríkisbókasafnið
er í norðurálmunni. Skjalasafnið
er í vesturálmunni á jarðhæð.
Dýrmætasta djásn þess er saga Plimoth búgarðsins, sem er
venjulega kölluð „Dagbók Mayflower”.
William Bradford (1589-1657), landstjóri nýlendunnar Plymouth
skrifaði hana með eigin hendi. Þarna
eru einnig samningar, sem voru gerðir við indíána og stjórnarskráin
frá 1780, elzta plagg þeirrar gerðar, sem er í gildi og handskrifað.
Park
Street-kirkjan
kemur næst. Hún var byggð
árið 1809 á grunni gamallar korngeymslu.
Peter Banner, arkitekt, teiknaði þessa þrenningarkirkju (leiðsaga). William Lloyd Garrison flutti þar fyrsta boðskap sinn gegn
þrælahaldi árið 1829. Við
hliðina á kirkjunni er Granary Burying Ground, Kornkirkjugarðurinn,
með gröfum margra landstjóra Massachusetts, foreldra Benjamin
Franklin, fórnarlamba fjöldamorðanna í Boston (1770) og annars merks
fólks: Samuels Adams (1722-1803) og John Hancoc /1737-1793), sem
skrifuðu báðir undir sjálfstæðisyfirlýsingu BNA, Paul Revere
(1735-1818), James Otis (1725-1783) o.fl.
King’s
Chapel (1754; únítarakirkja) er á horni Stemot Street og School Street. Hún
stendur á grunni fyrstu anglikönsku kirkju Boston, sem var byggð1686
en tilheyrði biskupakirkjunni til 1787. Kirkjugarður
hennar er hinn elzti í Boston og þar er gröf Jöhn Winthorp
(1588-1649), landstjóra.
Gamla
ráðhúsið er við School Street og fyrir framan það eru styttur eftir Thomas
Ball og Horation Greenough 1865) af Benjamin Franklin og Yosiah Quincy
(1772-1864). Á horninu er
minnismerki, þar sem stóð áður fyrsti almenningsskóli
(1635) í Boston, sem síðar varð Latínuskóli.
Meðal nemenda þar voru Emerson, Samuel Adams, Hancock og
Benjamin Franklin. Skammt
þaðan er Gamla hornbókabúðin (Old Corner Book Store) í einu
elzta húsi borgarinnar og síðan kemur Útgáfuhúsið
(endurbyggt), þar sem frægir rithöfundar hittust á 19. öld
(Longfellow, Hawthorne og Emerson).
Nú er þar bókmenntasafn og skrifstofur dagblaðsins Boston
Globe.
Sunnar,
andspænis Gamla suðurfundarhúsinu við Milk Street, er fæðingarstaður
Benjamin Franklin (nr. 7). Hann
var fimmtánda barn foreldra sinna, en systkinin voru 17 alls, fædd á
árunum 1713-1723. Sé gengið í norðurátt eftir Devonshire Street kemur Gamla
þinghúsið (Old State House) í ljós.
Það var byggt á grunni einbýlishúss (1658) árið 1713 og
hefur verið haldið við og gert upp í gegnum tíðina.
Allt fram að frelsisstríðinu sat þar landstjóri Breta.
Síðar varð það fundarstaður bandarískra föðurlandsvina.
Á austurpallinum var sjálfstæðisyfirlýsingin lesin árið
1776. John Hancock bjóð
þar sem landstjóri Massachusetts.
Á árunum 1830-41 var húsið notað sem ráðhús og nú hýsir
það borgarsögulegt safn Bostonfélagsins, sem var stofnað 1881.
Þar er líka bókasafn, ljósmyndasafn og deild sjóhersins.
Fjöldamorðin í Boston voru framin austan Gamla ráðhússins
(5. marz 1770). Brezkir hermenn ögruðu fimm manns þar til þeir urðu
fyrir árás og drápu fólkið. Þarna
er fyrsta þeldökka mannsins, sem lét lífið fyrir sjálfstæði BNA,
minnzt. (Crispus Attacks).
Áfram
er haldið um Congress Street með stjórnarráðshúsið til
vinstri.
*Faneuil Hall,
vagga frelsisins í Ameríku, er við Dock Square.
Kaupmaðurinn og húgenottinn Peter Faneuil lét reisa þar markaðshöll
1740-42 og gaf hana borginni. Hún
var endurnýjuð eftir brunann mikla árið 1761.
Charles Bulfinch stækkaði húsið 1805-06 og árið 1898 var það
endurnýjað rækilega. Á 1. hæð standa enn þá sölupallar og 2. hæðin var
notuð sem ráðhússalur og skipt í fernt.
Þar gerðust merkisatburðir á tímum sjálfstæðisstríðsins
og síðar. Árin 1775-76
var þar leikhús fyrir brezka liðsforingja.
Stórt málverk eftir Healy af Danilel Webster að ávarpa öldungadeildina,
og eftirmyndir af merkum Bandaríkjamönnum.
Á 3. hæð er safn ýmissa hergagna og vopna fyrstu herdeildar,
sem stofnuð var í landinu (Ancient and Holourable Artillery Company).
Austan
Faceuil Hall er markaðssvæðið, sem er kennt við höllina.
Þetta er mjög líflegur staður í þremur löngum og endurnýjuðum
húsum frá fyrri hluta 19. aldar.
Miðhúsið, sem heitir Quincy Market, hýsir fjölda smábúða
og í Norðurhúsinu er veitingastaður.
Í Suðurhúsinu er útibú Fagurlistasafnsins með skiptisýningum.
Sé
haldið áfram um Union Street og Marshal Street og undir hraðbrautina
að Cross Street til hægri, taka við Hanover Street og Richmond Street
þar til *Paul Reverehúsið (19-21 North Square) kemur í ljós.
Þetta er elzta bindingshúsið í Boston, sem Paule Revere bjó
í árin 1770-1800 og þaðan fór hann með félögum sínum til að
fleygja teförum frá Englandi úr skipum í höfninni í sjóinn
(Boston Tea Party; 1773). Hinn
18. apríl 1775 hóf hann reiðina frægu til Lexington til að vara íbúana
við yfirvofandi árás Breta. Við
hliðina er Pierce-Hichborn House, sem var upprunalega byggt árið 1676
og endurnýjað 1710.
Gangan
heldur áfram um Price Street að Hanover Stree.
Þar er farið fram hjá kirkju hl. Stefáns til vinstri og
gegnum Paul Revere-verzlunarmiðstöðina (riddarastytta af Paul eftir
C.E. Dallin). Þá blasir
við Gamla norðurkirkjan, sem hét Kristkirkja og er elzta
standandi kirkja borgarinnar (1723).
Skammt norðvestar, á Copp’s Hill, er samnefndur
kirkjugarður, annar elzti slíkur í borginni (1660).
Meðal þeirra, sem þar liggja grafnir eru Increase (1639-1723),
Cotton (1663-1728), Samuel Mather (1706-1785) og Edmund Hartt, sem smíðaði
herskipið Constitution. Í
sjálfstæðisstríðinu notuðu Englendingar kirkjugarðinn til að skjóta
á Charles Town og Bunker Hill hinum megin við Karlsá.
Frelsiströð
heldur nú áfram til norðvesturs í áttina að Charles Town-brúnni,
í gegnum hverfið og tekur stefnu meðfram Karlsá í norðaustur.
U.S.S. Constitution liggur þar í flotahöfninni (Skipasmíðastöð
ríkisins), þar sem herskipið var smíðað.
Almennt er þessi gamla freigáta kölluð „Gamla járnsíða”.
Hún er þriggja mastra, ber 44 fallbyssur og var hleypt af
stokkunum árið 1797. Skipið
kom ósigrað úr 40 orrustum við brezka sjóherinn og þjónaði til
ársins1881. Það var endurnýjað árið 1927, 1956 og 1973-76.
Skammt norðan legunnar er sjóminjasafn.
Fresliströðin
endar lengra til norðvesturs við Monument Square, þar sem
Bunker Hill minnismerkið var reist.
Það er 67 m hár „einsteiningur” úr graníti, sem var
reistur á árunum 1825-42 til minningar um orrustuna við og á Bunker
Hill (1775). Þrepin upp
minnismerkið eru 294 og þaðan er frábært útsýni yfir Boston, höfnina,
árnar Karlsá og Mystic River, Cambridge, Miltonhæðirnar o.fl.
Inni í einsteinungnum er lítið hersafn og utan við hann
stendur stytta af ofustanum Prescott. Orrustan við Bunker Hill (17. júní 1775) var fyrsta stórorrustan,
sem ameríski herinn lenti í. Bretar
þurftu að gera þrjár atlögur að hæðinni til að vinna hana (Lord
Howe). Þegar Washington
settist um borgina með her sinn, tók umsátið 9 mánuði áður
Englendingar gáfust upp og fóru.
Government Centre.
Stjórnsýslumiðstöð. Byggð
1971 fyrir ríki, borg og alríkisstjórnina.
Stór bygging með stórum torgum.
Nýja
ráðhúsið
(New City Hall) er suðaustan Government Centre.
Þetta er 42 m há bygging, sem arkitektarnir Kallmann,
McKinnell, Knowles, Campell, Aldrich og Nulty hönnuðu.
Garðurinn er skreyttur japönskum ljóskerjum frá vinaborginni
Kyoto. Framan við húsið
er Ráðhústorgið vítt og breitt.
John
F. Kennedy alríkisbyggingin
er norðan ráðhússins. Félagamálabyggingin
er aðeins norðar og State Service Centre (92 m há bygging; Arkitekt
Pau Rudolph o.fl.). West
End-hverfið er norðvestar. Það
er mikið endurnýjað.
Dómshúsið (Court House) er við Pemberton Square.
Þetta er granítbygging í þýskum endurreisnarstíl.
Boston Athenaeum er við Beacon street (10½; bókasafn frá 1807, þ.á.m. einkasafn Georg
Washington; falleg málverk). Suffolkháskólinn
(löng bygging) er andspænis dómshúsinu.
Harrison Gray Otishúsið (1795-96) er norðar.
Þar bjó lögfræðingurinn og þingmaðurinn H.G. Otis en nú
er þar safn.
Vísindasafnið
er í miðjum Vísindagarðinum. Áhugavert
náttúruvísinda- og tæknisafn. Ýmsir
gripir tengdir náttúrusögu ríkja Nýja-Englands og eðlisfræði,
haffræði, læknisfræði, geimferðum og stjörnufræði (fjöldi
tilraunatækja). Charles Hayden sólkerfisbyggingin er við hliðina (½ tíma
fyrirlestrar á hverjum degi).
John
Hancockbyggingin
(26 hæðir, 151 m há) er pýramídalöguð með útsýnispalli. Skrifstofur samnefnds tryggingarfyrirtækis.
Hancock Tower (60 hæða, 241 m hár), hæsta mannvirki
Boston.
*Trinity
kirkjan
(biskupakirkja) er rétt vestan Hancock Tower við Copleytorg.
Frönsk-nýrómönsk. Byggð 1877. Arkitekt:
Henry Hobson Richardson. Miðturninn
er 64 m hár og minnir á gömlu dómkirkjuna í Salamanca á Spáni. Báðir vesturturnarnir og ríkulega skreyttur aðalinngangurinn
komu síðar (1896-98). La
Farge skreytti kirkjuna að innan með stórkostlegum glerverkum eftir
sjálfan sig, Burne Jones og William Morris.
Hliðarkapellan tengist kirkjunni í gegnum fagran, opinn
krossgang. Copley Plaza hótelið er við sunnanvert Copleytorg.
*Almenningsbókasafnið
(Public Library; 1888-1895). Ítölsk
endurreisnarbygging, hönnuð af McKim, Mead & White.
Hluti forhliðar skreyttur styttum.
2,5-3 milljónir titla.
Heilagskrosskirkjan
(Cathedral of the Holy Cross; katólsk; 111 m löng) er á horni
Washington Street og Malden Street.
Byggð 1890 í nýgotneskum stíl.
Tveir turnar, 91 m og 61 m háir.
Prudential
Centre
er nútíma stórhýsaklasi milli Boylston Street og Huntington Avenue.
Hann hýsir fjölda skrifstofa, verzlana og íbúða.
Prudential Tower (52 hæða; 229 m hár).
Útsýni frábært frá 50 hæð.
Veitingahús á 42. hæð. Sheraton
Boston hótelið (29 hæðir; 94 m) er andspænis til vesturs.
John B. Hynes Civic Auditorium er fundar- og sýningarhöll
borgarinnar.
Kristilega
vísindakirkjan
(stofnuð 1866; Mary Baker-Eddy) er á milli Belvidere Street og Massachusetts Avenue.
Sunnan hennar er Symfóníuhöllin (1900). Tónlistarhöll Nýja-Englands er lengra til vesturs
við Huntington Avenue. Þar
er tónlistarsalurinn Jordan Hall.
*Fagurlistarsafnið
er í garðinum Park Back Bay Fens.
Athyglisvert safn nýrra og gamalla málverka, teikninga og höggmynda
frá öllum heimshornum. Þar
eru líka listiðnaður, silfurmunir, glerlistaverk, eðalsteinar, gömul
hljóðfæri, skipslíkön, þjóðbúningar og aðrar vefnaðarvörur.
Ísabella
Stewart Gardnersafnið
er í suðvesturenda garðsins. Stofnandi
þess og eigandi bjó í því til dauðadags 1924.
Húsið var byggt í feneyskum hallarstíl.
Í súlnagarðinum er mósaíkgólf úr Villa Livia, feneyskur
brunnur, svalir frá Ca’ d’Oro og gluggar frá Feneyjum.
Á þremur hæðum má sjá húsgögn, vefnað, postulín,
leirgripi og höggmyndir. Þar
eru líka stórkostleg málverk, ítölsk, spænsk, flæmsk,
og þýzk (Raffael, Botticelli, Mantegna, Giorgione, Veronese,
Cellini, Tizian, Tintoretto, Velázquez, Rubens, van Dyck, Terborch, Dürer,
Holbein, Chongauer o.fl.) auk verka yngri listamanna.
Sædýrasafn
Nýja-Englands
er við Central Wharf. Þar
er stór sjólaug og hitabeltislaug.
Þar í grenndinni er 151 m hár turn, sem býður upp á gott útsýni.
Flutningasafnið
er á Museum Wharf á horni Sleeper Street.
Þar eru alls konar farartæki, gömul og ný. Barnasafnið er í sama húsi. Það er áhugavert fyrir fullorðna.
Massachusettsháskóli
er við Dorchester Bay. Þar
er *John Fitzgerald Kennedy-bókasafnið, sem I.M. Pei hannaði.
Minningarsafn um JFK og tveir kvikmyndasalir..
Gott útsýni.
Dýragarðurinn
í Franklin Park er við Washington Street.
Sérstakur barnadýragarður.
Arnold
Arboretum
er stór trjá- og grasagarður handan Washington Street.
Massachusetts
Avenue liggur frá Boston um Harvard-brú yfir 610 m breiða Karlsána
til
CAMBRIDGE
Cambridge er tengd
Boston með níu brúm en er þó sjálfstæð borg með rúmlega 100
þúsund íbúa. Árið
1630 var víggirti bærinn New Towne stofnaður og 1638 var hann skírður
Cambridge eftir ensku háskólaborginni.
Borgin er þekkt fyrir tækniháskólana og fjölbreyttar iðnaðarrannsóknir
(t.d. hraðaminnkun elektróna). Harvardháskóli
og M.I.T. (Massachusetts Institute of Technology) eru þeirra frægastir. |