Massachusetts
er indíánamál og þýðir „stóra fjall”.
Það er líka almennt kallað Flóafylkið.
Heildarflatarmál þess er 21.377 km² (hið 45. í stærðarröðinni).
Fólksfjöldi þar 1997 var u.þ.b. 5.737.000 (4% negrar).
Höfuðborgin er Boston og aðrar borgir:
Worchester og Springfield.
Fylkið var meðal stofnríkja BNA árið 1788.
Iðnaður:
Raftæki, vélaframleiðsla, matvæli, skór, vefnaður, pappír,
klukkur og úr.
Landbúnaður:
Rauðber, mjólkurvörur, fuglakjöt, egg, grænmeti, tóbak og maís.Úthafsveiðar í atvinnuskyni og ferðaþjónusta eru mikilvægar
atvinnugreinar.
Adams
National Historic Site í Quincy.
Íbúarhús (1741) forsetafjölskyldunnar. Andover.
Addison listasafnið með amerískri list í Phillipsháskólanum
(1778).
Berkshire
Hills miðhálendið (Mt. Greylock, 1064m).
Heilsubótarstaður á sumrin og skíðastaður á veturna.
Cape
Cod er sigðlaga skagi í suðausturhluta Massachusetts.
Þar er vinsæll heilsubótarstaður á sumrin.
Cape Cod National Seashore er náttúruverndarsvæði á austurströnd
hans. Privincetown
er falleg nýlendubyggð frá 18. öld á norðurodda skagans, þar sem pílagrímafeðurnir
lentu fyrst (minnismerki).
Þar er nú listamannanýlenda, glerblástur og safn í Sandwich.
.
|