New Bedford Massachusetts Bandaríkin,


NEW BEDFORD
MASSACHUSETTS


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

New Bedford er mikilvæg iðnaðar-, fiski- og hafnarborg og ferðamannastaður (sportvörur, fatnaður, læknisáhöld og tæki, ljósmyndavélar og vörur).  Meðal áhugaverðra staða í borginni eru Taber-virkið (1860) á ströndinni, Betel-sjómannakapellan (1832), sem rithöfundurinn Herman Melville lýsti í skáldsögu sinni um Moby Dick (1851), og Hvalasafnið.  Byggð hófst á borgarsvæðinu árið 1640 sem hluta af Dartmouth.  Byggðin fór að stækka verulega upp úr 1760, þegar hvalveiðar og skipasmíðar voru hafnar.  Bretar brenndu borgina til grunna í frelsisstríðinu árið 1778 en hún náði sér á strik og árið 1820 var hún orðin mikilvæg miðstöð hvalveiða.  Fjörutíu árum síðar fór að draga úr hvalveiðunum og vefnaðariðnaður jókst, þannig að í byrjun 20. aldar var borgin orðin einn mesti framleiðandi baðmullardúks í landinu.  Eftir 1920 fór einnig að halla undan fæti í þessari grein.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplaga 100 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM