Springfield er iðnaðarborg
í Massachusetts-fylki (vélbúnaður, málmar, pappír, gúmmí- og
plastvörur, fatnaður, matvæli, skotvopn, leikföng og leikir og
prentað mál). Meðal áhugaverðra
staða eru Frægðarhöll körfuknattleiksins, Grace baptistakirkjan og
Hampden héraðsdómshúsið. Meðal
menntastofnana eru Springfield-háskóli (1885), Ameríski alþjóðaháskólinn
(1885) og Háskóli Vestur-Nýja-Englands (1919).
William Pynchon stofnaði til byggðar þarna ári 1636 og fjórum
árum síðar fékk bærinn núverandi nafn erftir samnefndri borg í
Englandi. Þarna var byggt vopnabúr 1777.
Í uppreisn sinni árin 1786-87 gerðu bændur árangurslausa
tilraun til að ráðast á það og vopnast vel.
Stórt vopnabúr var starfrækt þarna til ársins 1966.
Hinir svokölluðu Springfield- (1903) og Garand-rifflar (1937)
voru þróaðir í Springfield. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var 157 þúsund. |