Concord Massachusetts Bandaríkin,


CONCORD
MASSACHUSETTS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Concord er iðnaðarborg í Massachusetts-fylki, sem framleiðir m.a. rafeindatæki og málmvörur.  Meðal skoðunarverðra staða er Minute Man sögugarðurinn, þar sem kom til fyrstu bardaganna í bandaríska frelsisstríðinu. Wayside, heimili rithöfundanna Amos Bronson Alcott og Nathaniel Hawthorne, og The Old Manse (1770), æskuheimili heimspekingsins Ralph Waldo Emerson.  Þar í grenndinni er Walden Pond, þar sem rithöfundurinn Henry David Thoreau bjó í einsemd 1845-47.

Þegar byggð hófst 1635, var hún nefnd Concord vegna þess friðsamlega tókst að fá indíánana til að láta þetta land eftir.  Árið 1774 var ýmsum þáttum brezkrar stjórnar í nýlendunni mótmælt á fyrstu ráðstefnunni í Massachusetts og á fyrsta héraðsþinginu, þar sem bandaríski þingmaðurinn John Hancock var forseti.  Hinn 19. apríl 1775 kom til átaka milli brezkra hermanna og Bandaríkjamanna, sem voru kölluð Concord-orrustan og markaði fyrstu blóðugu sporin í frelsisstríðinu.  Á 19. öld var borgin búin að fá bókmennta- og menningarlegan stimpil.  Margir þekktir menningarvitar landsins áttu þar heima, Emerson, Hawthoren, Thoreau, Daniel Chestir French (myndhöggvari) og rithöfundurinn Louisa May Alcott (dóttir A.B. Alcott).  Í kringum 1850 hafði Ephraim W. Bull þróað Corcord-vínberin og gerði þau að eftirsóttri markaðsvöru.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 17.000.

Mynd:  Orchard House.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM