Worchester Massachusetts Bandaríkin,


WORCESTER
MASSACHUSETTS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Worcester er miðstöð iðanaðar, tryggingarstarfsemi og flutninga og síðan á níunda áratugi 20. aldar hefur líftækniiðnaði vaxið fiskur um hrygg.  Helztu framleiðsluvörur borgarbúa eru vörur fyrir heilsugæzluna, vefnaðarvörur, leðurvörur og prentað efni.  Meðal menntastofnana eru Assumption-háskólinn (1904), Clark-háskólinn (1887), Háskóli hins heilaga kross (1843), læknadeild Massachusetts-háskóla í Worcester (1962), Kennaraháskólinn (1865) og Ríkisháskólinn (1874).  Bandaríska fornleifafélagið hefur starfað í borginni síðan 1812 og Listasafnið.  Árlegar tónlistarhátíðir hófust árið 1858.

Byggð, sem var kölluð Quinsigamond Plantation, var stofnuð á þessum slóðum árið 1673 og yfirgefin tveimur árum síðar.  Árið 1684 hófst landnám á ný og þá var byggðin skírð eftir Worcester í Englandi.  Frambúðarbyggð var komin á laggirnar árið 1713.  Eftir að Blackstone-skipaskurðurinn, sem tengir Worcester við Providence á Rhode Island, var opnaður hófst iðnvæðing fyrir alvöru.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 170 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM