Þorskhöfði Cape Cod Massachusetts Bandaríkin,


CAPE COD
MASSACHUSETTS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Þorskhöfði (Cape Cod) er skagi í Suðaustur-Massachusetts.  Skipaskurður liggur um hann þveran við rætur hans.  Norðan hans er Þorskhöfðaflói, Atlantshafið til austurs, Nantucket-sund til suðurs og Gammaflói (Buzzards Bay) til suðvesturs.  Höfðinn er mjög vogskorinn og er í laginu eins og sigð.  Hann teygist 56 km til austurs og síðan 48 km til norðurs.  Breidd hans er mismunandi, allt frá 32 km milli borganna Sandwich og Woods Hole og nokkur hundruð metrar yzt í grennd við Provincetown.  Höfðinn er sendinn, hæðóttur og víða vaxinn þéttum skógi og þar eru mörg vötn og tjarnir.  Þarna er fjöldi vinsælla sumardvalarstaða, aðstaða til sundiðkunar, veiða og siglinga er góð.

Fiskveiðar og vinnsla eru mikilvægar atvinnugreinar, einkum í Provincetown, sem býr við einhverja stærstu og öruggustu höfn á strandlengju Norður-Ameríku við Atlantshafið.  Trönuber eru aðaluppskeran á höfðanum.  Aðrar borgir og bæir á höfðanum eru Barnstable, Yarmouth, Orleans, Falmouth, Bourne og Hyannis.  Nokkrir vitar eru með ströndum höfðans, Chatham Light og Cape Cod Light við Truro.  Höfðinn fékk nafn sitt árið 1602 úr munni ensks landkönnuðar, Bartholomew Gosnold, sem var undrandi á gífurlegum þorskgöngum fyrir ströndinni.  Árið 1620 vörpuðu pílagrímarnir akkerum fyrir ströndum Provincetown.  Verndarsvæðið Cape Cod National Seashore nær yfir næstum allan höfðann norðaustanverðan.

Mynd:  Province town.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM