Lowell er iðnaðarborg
í Massachusetts-fylki (vefnaöur, skór, prentað efni, matvæli og
rafeinda- og raftæki). Borgin
er setur Massachusettsháskóla (1894) og þar er Whistler-húsið
(1823), fæðingarstaður listmálarans James A.M. Whistler.
Lowell er einnig fæðingarborg Jack Kerouac, sem notaði borgina
og umhverfi hennar í mörgum ritverkum sínum.
Englendingar byggðu þetta svæði 1640 og á 19. öld var
borgin orðin mikilvæg iðnaðarborg.
Eftir 1920 fór að draga úr iðnaði í borginni.
Nafn sitt fékk hún frá Francis Cabot Lowell, sem var meðal
fyrstu iðnrekenda hennar. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega
103 þúsund. |