Massachusetts meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

MASSACHUSETTS
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Concord og Lexington eru fæðingarstaðir lýðveldisins.  Sleepy Hollow kirkjugarðurinn:  Grafir N. Hawthorne, R.W. Emersons, H.D. Thoreau og D.C. French.  Minute Man Þjóðsögugarðurinn:  Þar varð fyrsti áreksturinn milli brezkra hermanna og landvarnaliðsins 19. apríl 1775, sem leiddi til sjálfstæðisbaáttunnar.

Gloucester er fiskibær í miðju ferðamannasvæðis.  Rockport er annar fiskibær á Cape Ann skaganum, þar sem er nú listamannanýlenda.

Ipswich er fallegur bær með fjölda húsa frá nýlendutímanum (50 hús byggð fyrir 1725).
Marblehead
er listamannabær 27 km norðan Boston (st. 1629).  Mörg hús frá 17. og 18. öld og rústir Seawallvirkis.

Martha’s Vineyard er eyja sunnan Þorskhöfða.  Þaðan voru eitt sinn stundaðar hvalveiðar en núna byggist efnahagurinn á ferðaþjónustu.

Nantucketeyja er 48 km sunnan Þorskhöfða.  Hvalveiðar á 17. öld (safn) og falleg íbúðarhús frá blómaskeiði bæjarins.

New Bedford er iðnaðarborg, þar sem fólk lifði eitt sinn á hvalveiðum (safn).  Fjöldi fallegra, gamalla húsa.

Pittsfield er iðnaðarborg í Berkshirehæðum.  Berkshiresafnið er þekkt fyrir verk m.s. Rubens, Van Dyck o.fl.  Hancock Shaker Village og Mt. Lebanon Shaker Village eru 8 og 16 km vestan Pittsfield.

Salem er verzlunarborg og um tíma höfuðborg Massachusetts.  Þar fóru fram frægar nornaveiðar og aftökur árið 1692.  Þar fæddist N. Hawthorne.  Falleg íbúðarhús, t.d. við Chestnut Street (1796).  Sædýrasafnið (Salem Maritime National Historic Site) er á Derby Wharf (1760-1860).  Vigtarhúsið er frá 1829.  Essex Institute er sögusafn með John Wardhúsinu (1684), Growninshield-Bentleyhúsinu (1727), Fundarhúsinu, Peirce-Nicolshúsinu /1782), Pingreehúsinu (1804) o.fl.

Saugus.  Þar voru byggð fyrstu stálver BNA (1646; Iron Works National Historic Site).
Williamstown.  Þar er Sterling & Frankcine Clark listastofnunin (frönsk list frá 19. öld, evrópsk og bandarísk málverk, postulín- og silfurmunir).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM