Massachusetts stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
MASSACHUSETTS

.

.

Utanríkisrnt.

Massachusetts er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1780 og síðari breytinga.  Æðsti embættismaður fylkisins er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og endurframboðum eru engine takmörk sett.  Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, ríkissáttasemjari, fjármálaráðherra og ríkisendurskoðandi.  Þingið starfar í öldungadeild (40) og fulltrúadeild (160) og allir þingmenn eru kosnir til tveggja ára í senn.  Fylkið á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 12 kjörmönnum í forsetakosningum.

Allt frá því á fjórða áratugi 20. aldar hafa Massachusettsbúar stutt forsetaframbjóðendur demókrata.  Kennedy-fjölskyldan, þ.m.t. John Fitzgerald Kennedy, 35. forseti BNA (1961-63) og Edward M Kennedy, öldungadeildarþingmaður í sambandsþinginu, hefur leikið stórt hlutverk í stjórnmálalífi fylkisins.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM