Samkvæmt manntali 1990 voru íbúar fylkisins
6.016.425 og hafði fjölgað um 4,9% næstliðinn áratug.
Fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 220 en þéttbýli er mest
í austurhlutanum. Hvítir 89,9%, svartir 5% auk rúmlega
287.000 af spænskum uppruna, 53.792 kínverja, 19.719 asísk/indverskra,
15.449 Víetnama, 14.050 Kambódíumanna, 11.857 indíána og
11.744 Kóreumanna.
Menntun og menning. Púrítanar stofnuðu fyrsta ríkisskólann
í bandarísku nýlendunum, Boston Latin School, árið 1635.
Árið 1647 lögleiddi stjórn Massachusetts Bay-nýlendunnar
stofnun barnaskóla í byggðum með fleiri en 50 fjölskyldur.
Árið 1821 var fyrsti gagnfræðaskóli BNA stofnaður í Boston
og árið 1852 varð Massachusetts fyrst til að lögleiða
skólaskyldu. Á árunum 1830-50 bætti Horace Mann menntakerfi
fylkisins mjög. Árið 1990 voru 1.817 grunnskólar í fylkinu
með 725.550 nemendur. Samtímis voru 108.600 nemendur í
hinum mörgu og góðu einkaskólum fylkisins. Elzta og
virtasta æðri menntastofnun í BNA er Harvardháskóli í
Cambridge (1636). Árið 1990 voru æðri menntastofnanir 117
með 426.600 stúdenta. Auk Harvard má nefna MIT
(Massachusetts Institute of Technology) og Radcliffe
háskólana í Cambridge, Tuftsháskólann (1852) í Medford,
Bostonháskóla (1839) í Boston, Bostonháskóla (1843) í
Chestnut Hill, Clarkháskólann (1887) og
Heilagskrossháskólann (1843) í Worchester og
Massachusettsháskóla með útstöðvar í Amherst og Boston.
Nokkur beztu og áhugaverðustu safna BNA eru í
Massachusetts. Þeirra á meðal eru Listasafnið í Boston,
Islabella Stewart Gardner-safnið í Boston, Worcester
listasafnið í Worcester, Fogg listasafnið og Busch-Reisinger
í Harvardháskóla í Cambridge og Addison ameríska
listagalleríið í Andover. De Cordova- og Dana-sögnin eru í
Lincoln. Sterling- og Francine Clark listastofnunin er í
Williamstown. Vísindasafnið er í Boston.
Fyrsta bókasafn í amerísku nýlendunum var stonfað 1638,
þegar John Harvard gaf Harvard-háskóla safn sitt. Það hefur
síðan sankað að sér miljónum titla. Almenningsbókasafnið í
Boston og Boston Athenaeum eiga einnig gott úrval bóka.
John F. Kennedy bókasafnið í Boston geymir skjöl forsetans
og bróður hans, Robert F. Kennedy, sem var ríkissaksóknari
og öldungardeildarþingmaður.
Áhugaverðir staðir. Meðal vinsælla ferðamannastaða eru
bæirnir á Þorskhöfða, Martha’s Vineyard og Nantucket-eyja.
Víða eru sögustaðir, sumir helgaðir nýlendutímanum og
sjálfstæðisstríðinu. Hinir helztu þeirra eru Plymouth Rock,
þar sem pílagrímarnir eru sagðir hafa komið að landi árið
1620 og Plymouth plantekran, sem er útisafn í sömu mynd og
pílagrímarnir reistu (bæði í Plymouth). Saugus Iron Works
National Historic Site sýnir fyrstu járnvinnslu í
Norður-Ameríku, sem hófst 1646. Boston sögugarðurinn með
nokkrum merkum byggingum (Faneuil Hall og Old North Church)
og Salem Maritime National Historic Site. Mörg heimili
virtra einstaklinga eru varðveitt, s.s. Paul Revere í
Boston, Mary Baker Eddy, stofnanda kristilegu
vísindahreyfingarinnar, í Lynn, Ralph Waldo Emerson,
rithöfundar og ljóðskálds, í Concord og Emily Dickinson,
ljóðskálds, í Amherst. Í Adams National Historic Site í
Quincy er fyrrum heimili John Adams forseta og John Quincy
Adams auk húsa annarra fjölskyldumeðlima, og John Fitzgerald
Kennedy National Historic Site í Brookline, þar sem Kennedy
forseti fæddist.
Íþróttir og afþreying. Standlengja fylkisins við
Atlantshafið, ár, vötn og fjöll gefa margvíslega möguleika
til útivistar allt árið (sund, gönguferðir, veiðar, golf,
vetraríþróttir o.fl.). Á Þorshöfða eru baðstrendur og
sandöldur. |