Lawrence Massachusetts Bandaríkin,


LAWRENCE
MASSACHUSETTS

.

.

Utanríkisrnt.

Lawrence er iðnaðarborg í Massachusetts-fylki (rafeindatæki, vefnaðarvara, skór, pappírsvöru, tölvur og matvæli).  Evrópumenn settist að á þessu svæði árið 1640.  Viðskiptajöfurinn og þingmaðurinn Abbott Lawrence var í fararbroddi hops iðnjöfra, sem keypti land undir borgina árið 1845.  Þeir höfðu í hyggju að reisa vefnaðarverksmiðjur nærri góðum vatnsorkulindum.  Verksmiðjuhúsin voru illa byggð og óörugg og ein þeirra hrundi og olli dauða 88 verkamanna árið 1860.  Árið 1912 juku verksmiðjueigendurnir hraða hinna vélknúnu vefstóla og lækkuðu laun þúsunda verkakvenna og barna.  Þetta leiddi til einhvers mesta verkfalls í sögu BNA, Brauð- og rósaverkfallsins.  Heila tvo mánuði var þjóðvarðliðinu og lögreglu borgarinnar beitt gegn 23.000 verkfallsmönnum, þannig að fjöldi manns lét lífið og aragrúi var handtekinn.  Þegar lögreglan og herinn réðust á hóp kvenna og barna, gengu aðgerðirnar fram af almenningi í landinu og eigendurnir urðu að láta í minni pokann.  Verkafólkið fékk launahækkanir og aðarir verkamenn í Nýja-Englandi nutu góðs af.  Lawrence var miðstöð ullariðnaðar þar til fór að draga úr þeirri starfsemi eftir 1950.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 70 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM