Nýja-Mexíkó er eitt fjallafylkja BNA. Norðan
þess er Colorado, Oklahoma og Texas í austri, Texas og
Chihuahua í Mexíkó í suðri og Arizona í vestri. Nýja-Mexíkó
varð 47. fylki BNA 6. janúar 1912.
Flatarmál þess er 314.981 km² (5. stærsta fylki BNA).
Hæsti tindur þess er Wheeler Peak, 4011 m.
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 1,3 milljónir (6% indíánar og
2% negrar).
Á tíunda áratugi 20. aldar var þjónustugeirinn orðinn
aðalundirstaða efnahagslífsins (ferðaþjónusta þ.m.t.), þótt
námugröftur, kvikfjárrækt og iðnaður vægju einnig þungt. Ferðamenn
hrífast einkum af fagurri náttúru og landslagi og ríkulegum spænskum
og amerískum menningararfi fylkisins. Svæðið norðan Mexíkó fékk
nafnið Nuevo Mexico úr munni spænsks landkönnuðar, sem var þar á
ferðinni eftir 1560.
Mexíkó er dregið af nafni stríðsguðs azteka, Mexitli.
Það var þýtt beint á ensku og svæðið gert að bandarísku héraði 1850
áður en það varð sérstakt fylki. Það er einnig kallað Töfralandið.
Helztu borgirnar eru: Santa Fe (höfuðborgin), Albuquerque, Las
Cruces, Roswell, Farmington og Rio Rancho. |