Nýja Mexíkó meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

NÝJA-MEXÍKÓ
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Santa Fé og Albuquerque er stærst.

Landbúnaður
:  Sauðfjár- og nautgriparækt.  Áveitubúskapur:  Hveiti, maís, sorghum, grænmeti, ávextir og baðmull.

Fjöldi uppistöðulóna
til orkuframleiðslu.

Mikill námugröftur.

Iðnaðurinn er vaxandi:  Matvæli, tréiðnaður, efnavörur, vélasmíði, samgöngutæki, gler, prentun, vefnaður og handverk indíána.

Fjöldi rannsóknastöðva á svið kjarnorku (fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd 1945).

Jarðefni:  Úraníum (67% birgða BNA), kalísalt, jarðolía, jarðgas, gull silfur, kopar, sink, molybden o.fl.

Ferðaþjónustan vex mjög og er mikilvægur atvinnuvegur (skotveiði, fiskveiði, útreiðar, villireiðar (rodeo), skíðastaðir, heilsubótarstaðir, þjóðgarðar og náttúruverndarsvæði og fjöldi verndarsvæða indíána með gömlum híbýlum indíána).

Carlsbad Caverns-þjóðgarðurinn, Navajoland, Santa Fé (sjá þar).

Alamogordo er bær í vesturhluta Sacramentofjöllum (vetraríþróttir).  White Sands-þjóðarminnismerkið, þar sem eru gipsöldur í landslaginu, er 27 km suðaustan bæjarins.  Þar er upplýsingamiðstöð.  Klettaristur indíána frá 10.-14. öld er að finna norðan Alamogordo og austan Three Rivers.  Fyrsta atómsprengjan var leyst úr læðingi 48 km norðvestan Three Rivers og vestan Oscura-tinds (2661m) 16. júlí 1945.  Staðurinn heitir Trinity Site og þar er aðgangur bannaður af öryggisástæðum.

Cimarrón er þorp með húsgagnasafni.  Tíu km sunnar eru stórar skátabúðir, Philmont Scout Range, með safni og bókasafni.

Gran Quivira-þjóðarminnismerkið
er 42 km suðaustan Mountainair.  Þar eru rústir Buenaventura-trúboðsstöðvarinnar frá 17. öld auk Pueblo-rústanna (lítið safn).

Las Vegas er landbúnaðarbær við gömlu Santa Fé-leiðina.  Fort Union-þjóðarminnismerkið er 45 km norðan hans.  Þar er virki, sem gegndi mikilvægu hlutverki á árunum 1851-91 með upplýsingamiðstöð.

Raton er smábær í 2032 m hæð yfir sjó sunnan Ratonskarðs (2388m) norðaustast í fylkinu.  Capulin Mountain-þjóðarminnismerkið er 53 km suðaustan bæjarins.  Þar er stór, óvirkur eldgígur, sem er 1,6 km í þvermál og 126 m djúpur.  Upplýsingamiðstöð og safn.  Folsom Man Site, þar sem forsögulegir örvaoddar folsomfólksins og vísundabein fundust á árunum 1925-28, er 19 km norðvestan eldgígsins.

Ruidoso er vinsælt heilsubótarþorp, bæði sumar og vetur í austurhluta Sierra Blanca-fjalla, sem eru allt að 3658 m há (skíðasvæði).  Þar er rúmlega aldargömum vatnsmylla.  Mescalero Apache-verndarsvæðið (1700 indíánar, hótel, þjóðhátíðardansar 4. júlí og villireiðar (rodeo)) er 25 km sunnan þorpsins.

Sandia Cave.  Hellir í Sandiafjöllum við Albuquerque, þar sem forsögulegir örvaoddar og dýrabein fundust á árunum 1936-41.

Silver City er lítil samgöngumiðstöð í suðvesturhluta Svörtufjalla.  Þar eru koparnámur og silfur var unnið þar fyrrum.  *Gila Cliff Dwellings-þjóðarminnismerkið með hellabústöðum indíána frá 13. öld er í hinum stóra Gilaskógi í fjalllendinu 71 km norðan Silver City.  Upplýsingamiðstöð.

*Zuñi Pueblo er indíánabær (að mestu steinhús) 68 km sunnan Gallup á samnefndu verndarsvæði indíána.  Mikið framboð á indíánaskrautmunum, aðallega úr silfri.  Þar er trúboðskirkja og danshátíð í nóvember og desember.  El Morro-þjóðarminnismerkið er sandsteinsklettur með minningaristum um gengið folk, s.s. Juan de Oñate, 1605, 56 km austan bæjarins.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM