Nýja-Mexíkó er stjórnað í anda upphaflegu
stjórnarskrárinnar, sem var lögleidd 1912. Æðsti embættismaðurinn er
fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 árar í senn.
Samkvæmt lögum frá 1994 er sama manni óheimilt að þjóna í því embætti
lengur en tvö samfelld kjörtímabil. Aðrir kjörnir embættismenn eru
varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, dómsmálaráðherra,
fjármálaráðherra, ríkisendurskoðandi og umsjónamaður þjóðlendna.
Þingið starfar í öldungadeild (42; 4 ár) og fulltrúadeild (70; 2 ár).
Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og þrjú sæti í fulltrúadeild
sambandsþingsins í Washington DC. Fylkið ræður fimm kjörmönnum í
forsetakosningum.
Allt frá fylkisstofnun 1912 hafa demókratar og lýðveldissinnar verið á
nokkuð jöfnu róli. |