Santa Fe, höfuðborg Nýja-Mexíkófylkis,
er mikill ferðamannastaður allt árið í grennd hinna fögru Sangre
de Cristo-fjalla. Hún er víðkunn
fyrir handverksmuni indíána og fólks af spænskum uppruna.
Iðnaður borgarinnar byggist á framleiðslu allt frá tækni-
og tækjabúnaði kjarnorkuvera til uppþvottavéla.
Meðal áhugaverðra staða eru Landstjórahöllin (1610, San
Miguel-trúboðsstöðin (1610), Dómkirkjan (fransk-rómverskur stíll;
1869), fjögur fylkissöfn, Listasafnið (1917) og Menningar- og listasafn indíána (1987). Borgin
er setur Borgarháskólans (1947), Háskóla hl. Jóhannesar (1964) og
Listastofnun indíána (1962). Meðal
menningarstofnana er óperan.
Francisco Vásquez de
Coronado kannaði þetta svæði fyrir spænsku krúnuna, þegar Tewa-indíánar
bjuggu þar árið 1540. Landnám
hófst árið 1658 og Santa
Fe var stofnuð 1610 sem höfuðstaður Nýju-Mexíkó.
Zebulon M. Pike kannaði svæðið fyrir Bandaríkjastjórn árið
1807 en Spánverjar létu það ekki af hendi fyrr en 1821, þegar mexíkóar
tóku við stjórninni. Skömmu
síðar hófust viðskipti við BNA um Santa Fe-leiðina.
Bandarískar hersveitir hernámu og sátu í Santa Fe í Mexíkóska
stríðinu 1848 og gerðu hana að héraðshöfuðborg 1851.
Hún var áfram höfuðstaður eftir að Nýja-Mexíkó varð að
fylki í BNA árið 1912. Borgin
hafði mikinn ábata af tilraunum með smíði atómsprengju í síðari
heimstyrjöldinni í Los Alamos. Síðar
var byggð upp stór kjarnorkurannsóknarstöð þar.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 56 þúsund. |