Louisiana er eitt Suðvesturfylkjanna.
Norðan þess er Arkansas, Mississippi að austa, Mexíkóflói að
sunnan og Texas að vestan. Mississippifljótið
myndar hluta austurlandamæranna og Sabine-árin myndar mestan hluta
vesturlandamæranna. Louisiana er líka kallað
„The Pelican State”. Flatarmálið
er 125.621 km² og u.þ.b. 29% íbúanna eru negrar.
Höfuðborgin er Baton Rouge.
Stærstu borgir: New
Orleans, Shreveport.
Louisiana varð 18. ríki BNA árið 1812.
Mikill námugröftur.
Landbúnaður:
Kartöflur, sykurreyr, hrísgrjón, maís, sojabaunir, baðmull og
grænmeti; kvikfé og mjólkurafurðir).
Fiskveiðar.
Iðnaður
vaxandi: Sykur, olía, álver,
efnaiðnaður, vefnaður, timbur og skipasmíðar.
Jarðefni: Mesta
saltframleiðsla í BNA, brennisteinn, olía og gas.
Ferðaþjónusta: Kjötkveðjuhátíðir
og jass í New Orleans, vatnaíþróttir.
Alexandría.
Samgöngu- og landbúnaðarmiðstöð við Rauðá. Margar herstöðvar og þjálfunarstöðvar frá síðari
heimsstyrjöldinni..
Shreveport.
Við Rauðá. Stofnuð
1839 af H.M.Shreve. Iðnaðarborg. |