Louisiana meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

LOUISIANA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Louisiana er eitt Suðvesturfylkjanna.  Norðan þess er Arkansas, Mississippi að austa, Mexíkóflói að sunnan og Texas að vestan.  Mississippifljótið myndar hluta austurlandamæranna og Sabine-árin myndar mestan hluta vesturlandamæranna.  Louisiana varð 18. fylki BNA 30. apríl 1812 og varð síðar eitt stofnríkja Suðurríkjanna.  Efnahagur þess byggðist löngum á landbúnaði.  Á síðasta áratugi 20. aldar hófst nýting mikilla olíu- og gasbirgða í jörðu, þannig að nú er fylkið í öðru sæti olíuframleiðenda í BNA.  Ferðaþjónusta var á hraðri uppleið og iðnaði vex fiskur um hrygg.  Franski landkönnuðurinn Robert Cavelier, sieur de La Salle gaf svæðinu vestan núverandi Lousiana þetta nafn til heiðus Lúðvík 14, þegar það var undir frönskum yfirráðum.  Fylkið hefur gælunafnið Pelikanafylkið.  Aðalborgirnar eru Baton Rouge (höfuðborg), New Orleans, Shreveport, Lafayette og Kenner.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM