Louisiana stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
LOUISIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Louisiana hefur lögleitt fleiri stjórnarskrár en nokkurt annað fylki í BNA (1812, 1845, 1852, 1861, 1868, 1879, 1898, 1913 og 1921).  Núverandi stjórnarskrá var lögleidd 1975.

Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn og má ekki þjóna lengur en tvö kjörtímabil í röð.  Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, ríkissaksóknari, fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og tryggingamálaráðherra.

Þingið starfar í öldungadeild (39) og fulltrúadeild (105) og allir þingmenn eru kosnir til fjögurra ára í senn.  Fylkið á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins og ræður 9 kjörmönnum í forsetakosningum.

Demókratar hafa ætíð haft tögl og hagldir í stjórnmálum fylkisins en lýðveldissinum óx fiskur um hrygg á sjöunda og áttunda áratugi 20. aldar.  Long-fjölskyldan hefur löngum haft mikil áhrif.  Huey Pierce Long var fylkisstjóri 1928-32 og öldungadeildarþingmaður fylkisins í Washington DC 1932-35, þegar hann var myrtur.  Bróðir hans, Earl Kemp Long þjónaði þrisvar sem fylkisstjóri (1939-40, 1948-52 og 1959-60).  Sonur Hueys, Russell Billiu Long, var þingmaður í öldungadeild sambandsþingsins í 38 ár þar til hann dró sig í hlé 1986.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM