Utah Bandaríkin,
Flag of United States

PROVO SALT LAKE CITY LÆGÐIN MIKLA Meira

UTAH (UT)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Utah er eitt fjallafylkjanna með )daho í norðri, Wyoming í norðaustri, Colorado í austri, Arizona í suðri og Nevada í vestri.

Utah varð 45. fylki BNA 4. janúar 1896. 
Flatarmál þess er 219.839 km² (11. stærsta fylki BNA).  Hæsti tindur þess er Kings Peak, 4.123 m.  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 1,5 milljónir (u.þ.b. 70% eru mormónar).

Allt frá fyrsta landnámi fram á miðja 20. öldina voru undirstöðuatvinnugreinarnar landbúnaður, námugröftur og honum tengdur iðnaður.  Snemma á tíunda áratugi 20. aldar var fjölbreytnin orðin meiri með ýmsum öðrum iðnaði.  Ferðaþjónusta var orðin ein hinna mikilvægu atvinnugreina.  Æ fleiri ferðamenn koma til að njóta náttúrundra landsins.  Fylkið var nefndt eftir ute-indíánunum, sem búa þar enn þá.  Gælunafn þess er Býkupufylkið.  Helztu borgir eru Salt Lake City (höfuðborgin), West Valley City, Provo, Sandy og Orem.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM