Utah meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

UTAH
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Salt Lake City og Ogden kemur næst að stærð.

Iðnaður:  Málmver, vélasmíði, málmvinnsla, eldflaugar og vélbúnaður þeirra, rafeindaiðnaður, matvæli.  Námugröftur:  Geysistórar koparnámur.

Landbúnaður
:  Nautgripa-, sauðfjár- og kalkúnarækt, beitilönd, kartöflur, sykurrófur, ávextir og grænmeti.

Jarðefni:  Kopar (Bingham Canyon), gull, silfur, bý, úran, jarngrýti, bik, salt og jarðolía.

Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnuvegur (fiskveiðar, vatnaíþróttir, fjallgöngur og þjóðgarðar).

Arches National Park (Bogaþjóðgarðurinn).  Bryce Canyon-þjóðgarðurinn. Canyonlands-þjóðgarðurinn. 

Capitol Reef-þjóðgarðurinn. 

Monument Valley.


Navajoland.

Salt Lake City.

Zion-þjóðgarðurinn.

Fillmore er þorp, sem var höfuðstaður Utahsvæðisins til 1856 og er sögulegur staður.
Logan er borg, sem mormónar stofnuðu 1855 í grennd við landamærin að Idaho.  Musterið var byggt 1855 og hofið 1884.  Fylkisháskólinn (u.þ.b. 9000 stúdentar).

Ogden er blómstrandi verzlunar og iðnaðarborg, sem óx upp úr byggð skinnaveiðimanna og Brigham Young stofnaði, á hásléttu milli fjalla.  Browning vopnasafn.

Provo er mormónaborg með talsverðum stáliðnaði austanvert við Utahvatnið með 3350-3650 m há fjöll í bakgrunni.  Brigham Young-háskólinn og fjöldi safna.  Í Clarkbókasafninu er stjörnuskráin „Prodromus Astronomiae”, sem Johann Hevelius frá Danzig gerði og kom út 1690.  Landnemasafn.  Útsýnisleið upp á tindinn Provo Peak, 3369 m.

St. George
er fjallabær suðvestast í fylkinu.  Þar er fyrsta mormónahof, sem var byggt í fylkinu (byggingarlok 1877).  Musteri var í byggingu 1863-75.  Vetrardvalarstaður Brigham Young er nú safn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM