Utah er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar
frá 1895/1896. Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem
er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn án
takmarkana. Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri,
innanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og
ríkisendurskoðandi.
Þingið starfar í öldingadeild (29; 4 ár) og fulltrúadeild
(75; 2 ár). Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og þrjú sæti í
fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður fimm
kjörmönnum í forsetakosningum.
Flokkar lýðveldissinna og demókrata hafa deilt með sér
völdum síðan fylkið var stofnað 1896 en eftir 1950 hafa
kjörmenn fylkisins stutt frambjóðendur lýðveldisflokksins í
forsetakosningum. |