Utah sagan Bandaríkin,


SAGAN
UTAH

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Meðal frumbyggja Utah-svæðisins voru ute-indíánar í austurhlutanum, gosiute í norðvestri, paiute í suðvesturhlutanum og navajo í suðausturhlutanum
Spænski landkönnuðurinn Francisco de Coronado kann að hafa átt leið um Suður-Utah árið 1540 en fyrstu staðfestu heimilidir um Evrópumenn á þessum slóðum geta spænskra trúboða frá Santa Fe, sem komu að Utah-vatni árið 1776.  Fyrst gerði Spánn kröfu til svæðisins og síðar Mexíkó.  Veturinn 1827-25 rakti amerískur skinnaveiðimaður, James Bridger, farveg Bjarnarár og fann Stóra-Saltvatn.  Aðrir slíkir komu í kjölfarið og komu sér upp stöðvum á svæðinu. Síðar fóru landnemar á leið til Kaliforníu og Oregon gegnum Utah-svæðið.

Mormónar.  Árið 1846 ákváðu mormónar, sem höfðu verið ofsóttir í Ohio, Missouri og Illinois, að flytjast vestur til Mexíkó.  Fyrsti hópurinn kom að núverandi borgarstæði Salt Lake City í júlí 1847.  Aðrir hópar mormóna komu á eftir og árið 1852 var fjöldi þeirra orðinn 15.000 í Utah.  Bandaríkin eignuðust svæðið, sem tilheyrði Mexíkó, fyrr en samningar voru undirritaðir í lok Mexíkóska stríðsins í Guadalupe Hidalgo árið 1848 og komu ekki upp stjórn þar strax.  Æðstu menn kirkjunnar sáu um stjórnina þar til fólk annarra trúarbragða fór að nema land.  Þá var Eyðimerkurríkið stofnað 1849, stjórnarskrá samin og fulltrúar voru sendir til Bandaríkjaþings með beiðni um fylkisaðild.  Sama ár og mormónar stofnuðu sjóð til styrktar útflytjendum frá Evrópu, sem trúboðum þeirra tækist að snúa til mormónatrúar, hafnaði Bandaríkjaþing umsókninni um aðild á þeirri forsendu, að mormónar leyfðu fjölkvæni.  Árið 1850 stofnaði það Utah-hérað og Brigham Young, sem leiddi fyrsta hópinn til Salt Lake City, var skipaður landstjóri.

Umsóknir um fylkisaðild voru sendar á ný árin 1854 og 1856 en þeim var hafnað.  Áruð 1862 samþykkti Bandaríkjaþing lög, sem bönnuðu fjölkvæni.  Mormónar litu landnema annarrar trúar óhýru auga og árið 1857 réðist hópur mormóna og indíána á hóp þeirra.  Landnemarnir gáfust upp en þeir voru allir drepnir nema 17 börn.  Foringi mormónahópsins var líflátinn fyrir morð.  Sama ár var tilkynnt um undirbúning byltingar og James Buchanan, forseti, sendi hersveitir til héraðsins.  Ekki kom til átaka en óánægja mormóna blossaði upp á ný, þegar sambandsþingið ákvað að skera héraðið niður um helming til að stofna héruðin Nevada og Colorado.  Yfirmenn hersins hvöttu til aðflutnings landnema annarra trúarbragða og bældu niður margar árásir og uppreisnir indíána á sjöunda áratugi 19. aldar.  Eftir borgara/þrælastríðið leiddi járnbrautin þvert yfir meginlandið 1869 til aukins aðflutnings landnema.  Árið 1882 samþykkti sambandsþingið Edwards-frumvarpið, sem afnam kosningarétt fjölkvænismanna.  Áframhaldandi tilraunir til að afla flykisréttinda voru árangurslausar.  Árið 1887 samþykkti sambandsþingið önnur lög gegn fjölkvæni, afnam samstarf við mormónakirkjuna og bannaði starfsemi útflytjendasjóðs hennar.  Árið 1890 var búið að dæma 468 manns fyrir fjölkvæni og forseti mormónakirkjunnar, Wilford Woodruff, gaf út tilskipun um afnám fjölkvænis.  Kirkjuþingið samþykkti þessa aðgerð.  Árið 1893 veitti sambandsþingið öllum, sem höfðu brotið fjölkvænislögin sakaruppgjöf fyrir 1890.  Það samþykkti lög árið 1894, sem gerðu kleift að veita Utah fylkisréttindi 4. janúar 1896.  Stjórnarskrá fylkisins bannar fjölkvæni.

20. öldin.  Efnahagur fylkisins stórbatnaði á fyrsta fjórðungi aldarinnar.  Árið 1910, þegar íbúarnir voru orðnir rúmlega 370.000, tókst mormónum mjög vel upp við að breyta eyðimörkinni í ræktarlönd með áveitum.  Þeir nutu metuppskeru í Weber-, Cache-, San Pete- og Sevier-dölunum.  Nautgripir, sauðfé og kjúklingar þrifust vel á Jómfrúarársvæðinu (Dixie).  Árið 1906 var farið að nýta stærstu opnu koparnámu heims í Bingham-gljúfri.  Koparframleiðslan og koparbræðslur uxu hratt samhliða landbúnaðnum.  Atvinnuleysi var óvíða meira í BNA en í Utah í heimskreppunni en efnahagurinn náði aftur jafnvægi í síðari heimsstyrjöldinni.  Eftir stríðið byggði sambandsstjórnin, sem á 60% lands Utah, fjölda herstöðva og stöðva fyrir varnarflaugar.  Á sjötta áratugnum jókst iðnaður tengdum framleiðslu þeirra.  Hagur íbúanna vænkaðis enn meira, þegar úran, olía og gas fannst í jörðu en þá stóðu menn jafnframt frammi fyrir lausn margs konar umhverfisvandamála.  Hátækniiðnaður bætti enn frekar úr skák síðla á níunda og snemma á tíunda áratungum.

Á tíunda áratugnum bjuggu íbúar fylkisins enn þá við íhaldsöm áhrif mormónakirkjunnar, sem leggur stöðugt áherzlu á hefðbundið gildismat með siðferði, aga og velferð fjölskyldunnar að leiðarljósi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM