Salt Lake City Utha Bandaríkin,


SALT LAKE CITY
UTAH

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Salt Lake City, höfuðborg Utah-fylkis er við hið stóra Saltvatn í norðurhluta þess.  Borgin er miðstöð viðskipta og iðnaðar (olíuvörur og eldsneyti, málmvörur, matvæli, prentað efni og vefnaðarvörur).  Í grenndinni eru námur og vinnsla ýmissa hráefna, s.s. kopars, sulfurs, blýs sinks, kola, járngrýtis og annarra jarðefna.  Alþjóðlega Mormónakirkjan á höfuðstöðvar sínar í borginni og glæsilegt guðshús þeirra, sem þeir kalla Tabernacle (1867; dvalarstaður), er aðalkennimerki hennar.  Þar synur hinn 325-raddaði kór mormónanna.  Aðrir skoðunarverðir staðir eru Mormónamusterið (1893), þinghúsið (1915), Listasafnið og Symfóníuhöllin.  Borgin er setur Fylkisháskólans (1850) og Westminster-háskólans (1875) auk Almenna háskólans.  Delta Center-leikvangurinn er heimavöllur Utah Jazz körfuboltaliðsins.

Mormónarnir leituðu lands, sem enginn annar vildi velja til búsetu og komu til þessa landsvæðis 24. júlí 1847.  Leiðtogi þeirra, Brigham Young, lýsti því yfir, að þetta væri útvaldi staðurinn og landnemarnir byrjuðu að rækta landið.  Brigham Young skipti byggðinni í fjögurra hektara svæði í kringum Hoftorgið, þar sem Mormónahofið og Dvalarstaðurinn voru síðar byggð.  Stjórnarskrá var samin árið 1849 fyrir eyðimerkurríkið og Great Salt Lake City varð höfuðborg þess (stytt í Salt Lake City 1868).  Íbúunum fjölgaði hratt vegna þess, hve margir fluttust til borgarinnar, sumir alla leið frá Evrópu.  Árið 1851 var Utah-hérað stofnað og árið 1856 tók Salt Lake City við hlutverki höfuðborgar þess af Filmore og hélt því, þegar héraðið varð að fylki í ríkjasamband BNA árið 1896.  Óhefðbundnir lifnaðarhættir og trúarbrögð mormónanna leiddu til árekstra við alríkisstjórnina og árið 1858 kom herinn upp herstöð í grennd við borgina.  Efnahagur hennar efldist við lagningu fyrstu járnbrautarinnar þvert yfir meginlandið ári 1869.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 160 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM