Vestur-Virginía er eitt suðurfylkjanna við
Atlantshafsströnd BNA með Ohio og Pennsylvaníu í norðri, Maryland í
norðaustri, Virginíu í suðri og austri og Kentucky og Ohio í vestri.
Potomac-áin myndar hluta norðausturmarkanna, Tug Fork- og Stóra-Sandá
mynda næstum öll suðvesturmörkin og Ohio-áin vestur- og norðvesturmörkin.
Flatarmál fylkisins er 62.605 km² og það er í 41. stærðarsæti
BNA. Íbúafjöldinn
1997 var u.þ.b. 2 milljónir (3% negrar).
Vestur-Virginía varð 35. fylki BNA 20. júní 1863. Það var
hluti Virginíu fram að borgara/þrælastríðinu, þegar íbúar þess, sem voru
hliðhollir Norðurríkjunum, stofnuðu sérstakt ríki eftir að Virginía varð
hluti af Suðurríkjunum. Efnahagurinn byggðist að mestu á landbúnaði fram
á síðasta hluta 19. aldar, þegar námugröftur og iðnaður urðu veigameiri.
Í lok níunda áratugar 20. aldar var fylkið orðið stórframleiðandi biks,
frummálma og efnavöru. Gælunafn fylkisins er Fjallafylkið. Helztu borgir
þess eru Charleston (höfuðborgin), Huntington, Wheeling, Parkersburg og
Morgantown. |