Vestur Virginia Bandaríkin,
Flag of United States

CHARLESTON HUNTINGTON PARKERSBURG
WHEELING
Meira

VESTUR-VIRGINÍA (WA)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Vestur-Virginía er eitt suðurfylkjanna  við Atlantshafsströnd BNA með Ohio og Pennsylvaníu í norðri, Maryland í norðaustri, Virginíu í suðri og austri og Kentucky og Ohio í vestri.  Potomac-áin myndar hluta norðausturmarkanna, Tug Fork- og Stóra-Sandá mynda næstum öll suðvesturmörkin og Ohio-áin vestur- og norðvesturmörkin.

Flatarmál fylkisins er 62.605 km² og það er í 41. stærðarsæti BNA.  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 2 milljónir (3% negrar).

Vestur-Virginía varð 35. fylki BNA 20. júní 1863.  Það var hluti Virginíu fram að borgara/þrælastríðinu, þegar íbúar þess, sem voru hliðhollir Norðurríkjunum, stofnuðu sérstakt ríki eftir að Virginía varð hluti af Suðurríkjunum.  Efnahagurinn byggðist að mestu á landbúnaði fram á síðasta hluta 19. aldar, þegar námugröftur og iðnaður urðu veigameiri.  Í lok níunda áratugar 20. aldar var fylkið orðið stórframleiðandi biks, frummálma og efnavöru.  Gælunafn fylkisins er Fjallafylkið.  Helztu borgir þess eru Charleston (höfuðborgin), Huntington, Wheeling, Parkersburg og Morgantown.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM