Charleston Vestur Virginía Bandaríkin,


CHARLESTON
VESTUR-VIRGINÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Charleston, höfuðborg Vestur-Virginíu, er stærsta borg fylkisins, miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar fyrir auðugt svæðið umhverfis (kol, olía, gas, salt og timbur).  Helztu framleiðsluvörurnar eru efnavörur, gler og málmvörur.  Borgin er setur Charleston-háskóla (1888).  Meðal áhugaverðra staða er þinghúsið (Cass Gilbert; 1932).  Georg Clendenin, ofursti, efndi til fyrstu byggðar á þessum slóðum 1746-97.  Skozkir Írar og Þjóðverjar komu sér fyrir síðar í nágrenni virkisins.  Fyrst hét bærinn Charles Town eftir föður Georgs Clendnins en árið 1818 var það fært í núverandi horf.  Landneminn Daniel Boone var fulltrúi bæjarins á þingi Virginíu snemma á tíunda áratugi 18. aldar.  Bærinn var bráðabirgðahöfuðborg á árunum 1870-75 en var lýst varanleg 1885.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 57 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM