Parkersburg Vestur Virginía Bandaríkin,


PARKERSBURG
VESTUR-VIRGINÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Parkersburg er miðstöð flutninga og iðnaðar í landbúnaðar-, kola- og olíuhéraði (málmar, plast- og efnavörur, búnaður til landbúnaðar og olíuborunar, handverkfæri og glervörur).  Trygginga- og fjármálastarfsemi er einnig mikilvæg tekjulind.  Þarna er Ohio Valley-háskólinn (1963) og í nágrenninu er Blennerhassett-eyja í Ohio-ánni, þar sem Harman Blennerhassett (1765-1831) og Aron Burr réðu ráðum um að ná yfirráðum yfir Bandaríkjunum sunnan Ohio-árinnar árið 1805.  Byggð fór að myndast á þessum slóðum árið 1785 og hún fékk nöfnin Newport og Stokeleyville áður en núverandi nafn tók við árið 1810.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 34 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM