Vestur Virginía meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

VESTUR-VIRGINÍA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er Charleston og aðrar borgir m.a. Huntington, Wheeling, Parkersburg og Morgantown.

Huntington er iðnaðarbær (gler og málmar) við Ohioána.  Í *Huntington listasafninu eru ervrópsk og amerísk málverk 18.-20. aldar, vopn og silfurmunir.

Morgantown er kunn fyrir blýlagt gler, sem er nefnt Seneca.  Þar er háskóli Vestur-Virginíu.  Tölvustýrð hengibraut.

White Sulphur Springs er þekkt fyrir eðalböð sín í fögrum Alleghenyfjöllum.

Iðanður:  Stál- og járninnsla, efnaiðnaður, ál og glergerð.

Jarðefni
:  Kol, bæði í opnum og lokuðum námum, gas, jarðolía, salt og möl.

Landbúnaður:  Mjólk, fuglakjöt, nautgripir, ávextir, grænmeti, smári og maís.

Ferðaþjónustan er velþróuð og mikilvægur atvinnuvegur.

*Cass Scenic Railroad.  Gömul gufulest ekur um fagurt landslag frá Cass til Whittaker (2 klst.) eða í kringum Bald Knob (5 klst.). Charleston, höfuðborgin, er miðstöð viðskipta og iðnaðar.

Charles Town er þorp, sem yngsti bróðir Georgs Washington stofnaði.  Þar eru falleg hús frá 18. öld.

Green Bank.  Þar gefst fólki tækifæri til að skoða stjörnuathugunarstöðina National Radio Astronomy Observatory og kíkja út í geiminn.

*Harpers Ferry National Historic Park.  Bærinn Harpers Ferrry er við ármót Potomac- og Shenandoahánna.  Þar mistókst John Brown að leiða svörtu þrælana til sigurs í þrælastríðinu 16. október 1859 og var hengdur í bænum.
(Mynd:  Harpers Ferry)

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM