Fyrstu Evrópumennirnir, sem litu Vestur-Virginíusvæðið
augum, Thomas Batts og Robert Fallam, komu að Nýjuá árið 1671 og litu
fagurt og óbyggt land. Þeir fundu yfirgefin þorp og maísakra en enga
indíána. Síðar fundust stórir og fornir grafhaugar og annað jarðrask
meðfram Ohio-ánni. Minjar þessar eru taldar vera frá
adena-menningunni (1000-100 f.Kr.) og fólk af þessu kyni mun hafa búið
á þessu svæði fram á miðja 17. öld.
Blóðugt stríðsástand ríkti á svæðinu, þegar shawnee-indíánar frá Ohio
reyndu að koma í veg fyrir framrás landnema. Þett ástand dró úr
landnáminu á áratugnunum 1750-90 en kom ekki í veg fyrir það. Næstu
hálfa öldina eftir þetta þróaðist Vestur-Virginía og var að mörgu
leyti ólík austurhluta nýlendunnar. Vestur-Virginíubúar voru fátækari
en samfélag þeirra var frjálsara og þar byggðist lífsafkoman meira á
sjálfsþurftarbúskap en stórum plantekrum.
Líklega hefðu íbúar vestur- og austurhluta Virginíu leyst
ágreiningsmál sín á friðsamlegan hátt, eins og leit út fyrir á sjötta
áratugi 19. aldar, hefði ekki komið til borgara/þrælastríðsins. Þá
ákvað stjórn Virginíu að fylkja sér með Suðurríkjunum í trássi við
vilja íbúa vesturhlutans, sem brugðu við skjótt, komu sér upp eigin
stjórn, sömdu stjórnarskrá og fengu aðild að BNA sem fylki 20. júní
1863. Nýja höfuðborgarin varð Wheeling. Af hagkvæmis- og
hernaðarástæðum náði fylkið yfir Greenbrier- og Potomac-svæðin meðfram
núverandi landamærum Virginíu.
Allt frá lokum stríðsins var biknám og vinnsla undirstaða efnahags
fylkisins og mótaði sögu þess. Kolabirgðir eru í jörðu undir tveimur
þriðjungum landsins. Nýting þessara auðlinda, sem var möguleg eftir
tilkomu járnbrautanna á árunum 1880- 1910, leiddi til mikilla
tilflutninga fólks og annarra þjóðfélagsbreytinga. Mikil barátta
hófst milli verkamanna og nýstofnaðra hagsmunasamtaka þeirra og
námueigenda. Hún stóð yfir með hléum á árunum 1912-1954 og enn þá er
hætta á árekstrum milli aðila og námueigenda og umhverfissinna vegna
deilna um hinar svokölluðu opnu námur. Flóðahætta hefur víða aukizt
til muna vegna eyðingar skóga í þröngum dölum, þar sem mestur hluti
kolabirgðanna er tekinn úr jörðu. Þrátt fyrir aukna fjölbreytini í
atvinnu- og efnahagslífi var fylkið enn þá meðal fátækustu fylkja BNA
í lok 20. aldarinnar. |