Norður-Karólína er eitt
Suður-Atlantshafsfylkja BNA. Norðan þess er Virginia,
Atlantshafið í austri, Suður-Karólína og Georgia í suðri og
Tennessee í vestri.
Flatarmálið er 136.140 km² og íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 6
milljónir (22% negrar).
Norður-Karólína varð 12. fylki BNA 21. nóvember 1789, eitt
hinna 13 stofnríkja. Þar var aðallega stundaður landbúnaður
fram á þriðja tug 20. aldar, þegar vaxandi iðnaður (vefnaður,
húsgagnasmíði og tóbaksvinnsla) varð mikilvægari.
Framleiðsla og þjónusta (þ.m.t. ferðaþjónusta) voru undirstöður efnahagsins á tíunda
áratugnum ásamt landbúnaði og timburvinnslu. Þrír forsetar BNA á 19.
öld fæddust í Norður-Karólínu: James K. Polk, Andrew Johnson og
Andrew Jackson. Hinn síðastnefndi fæddist á landamærasvæðinu milli
Norður- og Suður-Karólínu. Nafn þessara tveggja fylkja eru dregin af
nöfnum Karls I og Karls II, Englandskonunga. NK er einnig kallað “Tar
Heel State” og Gamla-Norðurfylkið. Aðalborgirnar eru: Raleigh (höfuðborgin),
Charlotte, Greensboro, Winston-Salem og Durban. |