Charlotte er mikivæg
miðstöð iðnaðar, verzlunar, flutninga og fjármála í Norður-Karólínu
og jafnframt stærsta borg fylkisins.
Iðnaðurinn framleiðir m.a. prentað efni, efnavöru, míkrórafeindatæki,
vefnaðarvöru, vélbúnað málm- og pappírsvörur og matvæli.
Borgin er setur Johnson C. Smith-háskólans (1867), Queens-háskólans
(1857) og Fylkisháskólans (1946).
Listasafn borgarinnar (Mint Museum) er í fyrrum myntsláttu BNA,
sem starfaði á árunum 1837-61 og 1867-1913.
Andrew Jackson, forseti BNA, og James K. Polk fæddust í nágrenni
borgarinnar. Helztu íþróttalið
borgarinnar eru Charlotte Hornets (körfubolti) og Carolina Panthers (ruðningur).
Byggð fór að myndast á þessum slóðum árið 1750 og borgarréttindi
fengust árið 1768. Nafnið
er dregið af nafni eiginkonu Georgs III, Charlotte Sophia af
Mecklenburg-Strelitz. Sagt
er að íbúar Mecklenburg-sýslu hafi undirritað sjálfstæðisyfirlýsinguna
í Charlotte 20. maí 1775, ári áður en sjálfstæðisyfirlýsing BNA
var birt. Áætlaður íbúafjöldi
1990 var tæplega 400 þúsund. |